10.5.2008 | 12:23
Tennur út um allt
Dreymdi í nótt að einn af aftari efri jöxlunum mínum væri eitthvað ekki í lagi og fór til tannlæknis sem fúskaði mér einhvern veginn saman. Þegar ég fer að hugsa útí það þá var mead eveil yfirbragð yfir tannlæknastofunni, til að byrja með voru bara kyndlar þarna inni og ég sat í viðar stól sem minnti nú helst á eitthvað pyntingar tól. En þetta hófst og ég fer til Lilju systur sem þá býr á sama stað og áður nema að húsið er orðið algjört völundar hús, endalausir langir gangar með fullt af hurðum. Þetta var nú meira draugahúsið en ég lét mig hafa það að vera þarna einn, reyndar átti einhver annar að vera í húsinu en ég hitti hann aldrei.
Svo er ég á skipi sem er á landi og er orðið að kaffihúsi og allt var mjög hallandi, þar sat ég að kaffidrykkju með Hjalta frænda og Svölu, við sitjum og spjöllum eins okkur einum er lagið, nema ég fæ ónota tilfinningu í jaxlinn þannig að ég fer Lilju og beint inná klósett og fer að skoða í mér tennurnar, þá eru þær allar fúskaðar saman meira og minna með skrúfum og allskyns dóti, þá fyrst fer mér að líða illa yfir þessu öllu og ekki batnar það þegar jaxlinn brotnar og dettur úr..... svo fara fleiri tennur að detta og ég er að kúgast yfir þessu öllu og aldrei er blóð langt undan vitir menn, vaskurinn, gólfið í kringum mig og munvikið útatað í blóði, í heildina missti ég þrjár eða fjórar tennur. Furðulega er að tennurnar voru allar mjög skrítnar, líktust einhverjum dýra tönnum eða súr útgáfa af dýratönnum.
Fékk bráðarbirgða greiningu á þessu, reyndar sagði ég ekki beint nákvæmlega frá draumnum, sagði bara að ég hafði misst tennur. Sumsé ráðningin er mjög svört og mun ég ey greina hér frá. En ég hef nú skýringu á þessu eins og öllu öðru, undanfarið er ég búinn að éta meira en venjulega af sviðakjömmum og er búinn að vera mikið að pæla að skipta um tannlækni og jafnvel fara til tannlæknis, og ef við blöndum þessu öll í mínum blessaða heila fáum við búðing og steiktan draum.
Vill koma þökkum til huga fyrir orðið búðingur, það er rétt hugi minn þetta er fallegt íslenskt orð sem er ekki nægjanlega notað í daglegu tali og skal ég gera mitt besta til að nota það oftar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 22:01
Sviðakjammar og fleirra.
Á síðasta miðvikudagskvöldi var maður að nafni Thomas í heimsókn hjá Morgane, ekki fásögufærandi nema að kl 22 um kvöldið ákváðum við Eysi að draga hann út á lífið þar sem við vorum báðir í fríi næsta dag. Við tókum þetta nú allt rólega og byrjuðum að fá okkur SCAPA 14 ára og við Eysi færðum okkur yfir í öl, síðan bættist nú Rúnar við. Við tókum því nú með mestu ró nema Thomas kallinn, hann þjóraði í sig eina hvítvínsflösku sem vindurinn. Leið var svo haldið á Café Cultura, á leiðinni hittum við eina af skemmtanadrottningum Reykjavíkur en það var engin önnur en María Guðrún sem að tjáði mér það að hún kæmi hér við og er hér með beðinn um ummæli... eftir þó nokkurt spjall var komist á Cultura bara rólegheit fyrir utan heimsenda tal Thomasar og virtist það vera draga niður Rúnar, brugðið var á það ráð að láta Eysa fylgja Thomasi heim.
Fórum við rúnar svo á Hressó sem ég fíla engan veginn sem skemmtistað og ekki var breyting þar á, eftir misheppnaða tilraun hjá mér og Rúnari að kynnast einhverju fólki þar var beilað og haldið beint á kofan, var jú heldur tómlegt til að byrja með en hitti kjarra kafara þarna sem var að fagna 21 árs afmæli sínu og tala um hvað Mosfellsbær er kúl og hvað allir eru harðir þaðan, skal viðurkennast að ég er að vitaskuld harður sem steinn en held að hann sé sá eini sem ég þekki sem talar um mósó með mikilli fortíðarþráhyggju, jú jú var gaman að alast upp þarna en var mjög feginn þegar ég flutti þaðan. En einnig hittum við þarna Eysa og Kolla og svo um cirka 3 leytið mætti María Elísabet gallvösk með ferðatösku tilbúinn til að fara með flight bus kl 5. Við fengum okkur tvo kalda og svo rölti ég með henni niður á BSÍ. Svo var nú kominn tími til að halda heim á leið. Yndislegt veður, var í svaka sumar stuði.
Fyrsti maí var nú bara góður, fór með Eika, Rúnari og Kidda á Austurvöll og sleikti sólina og tók því rólega. Tók sumarfrí á föstudaginn og labbaði um endilanga Reykjavík, endaði daginn í badminton og gufu. Fékk mér svo þrjá ölara með Olsu og Ástu. Svaf allan laugardaginn en þegar batteríin voru hér um bil hlaðinn bauð Svala (kærasta Hjalta frænda) að fara á tónleika með Reykjavík, þvílík snilld, Bóas var hoppandi á barborðinu sem engin væri morgundagurinn, virkilega skemmtilegir tónleikar, annars spjölluðum við Svala í einhverja 6 tíma um tilgang lífsins og hún kenndi mér að borða osta......
Annars lítið að frétta nema er byrjaður að kunna meta The Office, merkilegir þættir líður eins og ég sé að fatta þá aftur eftir að hafa horft á Extras, en snilld engu að síður, fór reyndar svolítið hjá mér að horfa á þá en það bara styrkir mann :)
En tónlist þessa dagana er búinn að færast úr autechre yfir í portished, jan johansson og blonde redhead. Og er jú búinn að lifa á sviðakjömmum undanfarið.
Bloggar | Breytt 8.5.2008 kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2008 | 17:17
Fyrir lengra komna
Á síðasta föstudag fórum við bleikur á aukaloka sýningu 39 og 1/2 viku, þar sem engin annar en haltur frændur var í aðalhlutverki og við náðum að hlæja okkur mátlausa, allir sem komu fram stóðu sig mjög vel. Eftir leikritið hittum nokkra úr sýningunni og fengum okkur nokkra kalda með þeim á Næsta Bar, vel heppnað kvöld, eitt að þeim betri í langan tíma.
En nóg action eftir þessa helgina, verður seint sagt að þetta hafi verið eitthvert frí.
Á laugardeginum hafði ég samband við Finn uppúr hádegi, ætlaði einfaldlega að heyra í honum hljóðið, sjá hvernig kallinn væri stemmdur, það segir hann mér að drífa mig útúr húsi og koma mér uppí háskóla þar sem hann var staddur og skráður í japönsku ræðukeppni, ég að sjálfsögðu dreif mig á nóninu. Ég kom skömmustulega of seint og læddi mér inn. En náði fyrirlestrinum hans og tók nokkrar myndir á myndavélina mína. Ekki frásögufærandi nema að starfsmenn japanska sendiráðsins héldu að ég væri pro ljósmyndari og væri í forsvari fyrir eitthvað blað. Ég leiðrétti misskilningin og held að ég sé sloppinn, nema að konan sem sá um þetta bað mig um að vera ljósmyndari fyrir þau, sem var náttúrlega ekkert mál, á reyndar enn eftir að skoða niðurstöðurnar, sjáum hvað setur. Finnur vann jú keppnina í sínum riðli, verð að segja að ég skemmti mér mjög vel og talaði við fullt af áhugaverðu fólki, hálf öfundaði það af þessari kunnáttu.
Er ég kom heim steinrotaðist ég.
Til að vera vakinn af kolla sem bauð mér í afmæli, ég stoppaði nú stutt við þar sem ég fór að hitta Maríu Elísabetu, einnig var María Guðbjörg með í för. Ég hitti þær á Brons og máluðum bæinn rauðan, þetta var nú bara fyrir lengra komna, við fórum á Næsta Bar, Ölstofuna og Kofan, gaman er ekki lýsingarorð fyrir hve gaman þetta var, náttúrlega mörg ár að rifja upp, eins og mikið hefur breyst í lífi okkar tveggja síðan við hittumst síðast þá leið mér eins og við höfðum setið saman í útikaffihúsi í köben í gær. Því miður var ekkert ljósmyndatækifæri...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 11:30
töff artist
rakst á þetta á digg, er ekki beint mikill artí sérfræðingur en finnst þetta frekar flott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 21:54
Hej alle hobben, eða hvað er sagt ?
Ekki mikið að gerast þessa daganna, nema facebook og þá sér í lagi Mob Wars :P einnig keppti ég Mario Kart, sem er alveg búinn að gera góða hluti, nú er bara að bíða eftir eika í heimsókn og taka keppnis á þetta. Er jú búinn að vera voða duglegur síðustu þrjár vikur í salnum, þykir voða gott að fara fyrir hádegismat og sprikla aðeins, var kominn í sögulega lélegt form eftir rosalega jamm mánuði undanfarið, en nú er jú farið að hægast á, þarf að fara drífa mig að læra og taka þessar gráður fyrir vinnuna en var einmitt að fá bækur í hús, nú er bara að byrja.
Er búinn að jafna mig eftir Svíþjóð og bitrið er í lámarki, hlakkar til helgarinnar, afmæli hjá Olsu -> Ólöfu, boston og rólegheit og guð má vita hvað, en já vildi bara segja hæbs, svo er aldrei að vita nema ég ég fari að setja inn djamm afrek vetrarins í formi mynda sem ólöf var svo duglega að safna saman og fær hún allan heiður af :)
Talandi en og aftur um Tom Waits, fólk er alltaf talandi um hvað textar eru mikilvægir í tónlist. Að öllu jöfnu hef ég sæmilega gaman af þeim en sjaldnast sé ég eitthvað merkilegt úr þeim nema hjá Tom Waits maður sér einhvern veginn söguna fyrir sér þegar maður hlustar á textana hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2008 | 17:02
Kominn frá Svíþjóð
Eins og glöggir facebook vinir hafa tekið eftir þá fór ég til Svíþjóðar á árshátíð. Þetta var nú meiri ferðin, við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgni og vorum kominn á hótelið sem var í miðju Stokkhólms kl 14. Var farið út af borða um kvöldið (30 manna hópur), og tókst mjög vel til, ég allavega skemmti mér konunglega, svo fór ég nú bara frekar snemma í koju. Daginn eftir labbaði ég með hilla aðeins um borgina verslaði smá, en um kvöldið var árhátíðin sem tókst frekar vel, en til að gera langa sögu stutta með Stokkhólm þá fengum við að öllu jöfnu fremur slaka þjónustu, það er dýrt í Svíþjóð þannig að maður er ekki beint að spara þarna og dyraverðir á klúbbum voru mjög ókurteisir menn sem ég hef nokkurn tíman hitt, þeir fullyrtu að einn strákur og ein stelpa í hópnum okkar væru á eiturlyfjum og hentu þeim því út af klúbbnum sem við vorum á!
En já svo er það, en það var mjög fallegt þarna og í heildina litið ágæt, myndi alls ekki mæla með þessari borg sem verslunar stað né djamm stað.
Jæja, best að fara spila smá wii
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2008 | 14:44
Vinningshafi
Hr. Eiríki var í gærkvöld veit verðlaun fyrir gestur ársins 2007 og var honum boðið í nautakjöt með sósu ásamt frönskum og salati og páskaegg í eftirmat má sjá nánar í krissa tale.
En við hérna á hjá Hringbraut óskum vinningshafanum til hamingju með titilinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.3.2008 | 14:15
Flytja, Páskar og fl.
Nú er ég loksins búinn að koma mér fyrir hérna á Hringbraut sér í lagi þar sem að skjárinn minn er kominn. Fyrir utan að flytja og stuff komst ég loks til að kafa um síðustu helgi, það var hellað fjör, ég og Helgi sumsé köfuðum á stað milli Straumsvíkur og óttastaða, Nína kom einnig með sem móralísku stuðningur og hjúkka, þar sem að hún treysti sér ekki niður sökum kvefs. Fundum þarna annaðhvort leifar af bryggju eða þilfari af bát og sáum fullt af lífi og fínt skyggni. En Helgi kallin varð hálf laskaður þar sem að hann var með allt stíflað og kom upp blóðugur, lukkulega var Nína hjúkka á yfirborðinu tilbúinn að gera af sárum hans.
Annars er páskafríið búið að vera frekar sweet, búinn að sofa til hádegis alla daga, en á miðvikudaginn fórum við Eysi og Morgane(my flatmate), út á Boston og Kúltúra ásamt fullt af frökkum og svo bættust Kolli og Oddur. Þetta var heljarinnar fjör, en ég var frekar úrtaugaður og sybbin og fór því fyrstur heim. Á Skírdag eldaði ég fyrir Eysa og Morgane svo tókum við Wii á þetta ásamt öli. Á föstudaginn fór ég í heimsókn til Ólafar, þangað kom fleira vinafólk hennar, við sátum og sötruðum nokkra öl og fórum rakleiðis á Boston, kvöldið endaði þannig að ég og Ólöf vorum blekuð á trúnó á Prikinu, var bara alveg ágæt. Svo í gær bauð ég Eika í mat (meira um það í annari færslu), og var svo farið til Ólafar þar sem voru skoðuð vafasöm youtube myndbönd, svo fórum við Eiki á Kaffibarinn að hitta Eysa, Morgane og vini hennar, var bara gaman við Eysi fengum miklar skammir fyrir að vera ekki víkingar, þannig að við erum hættir að fara í bað og raka okkur og verðum hér með fullir 24/7 og verðum okkur úti um axir. Var einnig mikið að reyna læra Hindu sem var áhugavert gallinn er að það situr eitthvað lítið eftir en áhugavert var þetta.
Planið í kvöld er nú samt bara að vera rólegur eitthvað fer í partý heima hjá Eysa, Kolla og Odds, en langar nú bara mest að kúra uppí rúmi með góða mynd og páskaegg. Með öðrum orðum, þessir páskar eru nú bara búnir að vera skemmtilegir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 22:20
Ekki fortíð
Undanfarið hefur verið fáranlega mikið að gera eitthvað og ég held að ég hafi einfaldlega ekki stoppað, en er sumsé búinn að:
Vera á snjóbretti, slasa mig á snjóbretti, vera veikur, vera veikur og fara með vini að snorka og orðið veikari, fá bann frá lækni við að kafa (tímabundið þó), djamma með vinnunni, djamma með köfurum, hanga á Boston, hanga á Hressó, syngja meira en venjulega, merkilega búinn að koma í gengnum þrjár heilar bíómyndir þa. The Tender Trap, Death Proof sem mér þótti nú ekki koma mikið til og svo Juno sem var nú bara alveg ágæt, horfa of mikið af Scrubs, sjá Life seríuna, taka ísköfunarréttindi, fara mikið og oft út að borða, spila mario64 leita af húsnæði, leita meira af húsnæði, finna húsnæði, fá ekki húsnæði sem fannst en já endaði samt í að mér var boðið að leigja íbúð á móti konunni hans Eysa. Þannig að ég er að flytja vei, en samt er leigusamningurinn frekar ótryggur, en dugar í bili.
Þannig að þetta er búið að vera frekar busy tímabil, nú hlakkar mig bara til að flytja í hundraðasta skipið, en ég er búinn að vera eins og jó jó í þeim málum, þótt þetta verði engin endaleg niðurstaða í mitt húnsæðahelvíti mun þetta vonandi gefa mér pásu um einhver x tíma, er að vonast til að geta sett upp vinnustöðu þannig að ég geti lært undir tvö próf sem mig langar að taka.
En nú er bara að halda áfram að pakka niður, hlakka til flutninga, flytja og fara í afmælið hans Sigga kafara á föstudaginn og hitta Gunnsu, sem er einmitt að koma í bæinn á föstudaginn, þannig að það verðu eitthvert púsl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 12:44
Þegar ég heyrði þetta lag fyrst
Fannst mér það jafn gott og núna. Um daginn þegar ég var í bíl með helga fór ég að syngja þetta á fullu, og við vorum ekki fyrr komnir heim til hans en að við vorum farnir að spila þetta og dansa eins og hálfvitar, eða já sitja og kinka kollum.
Njótið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)