fortíðar þráhyggja ( rock and roll high school og snes læti )

þvílíka kvikmynda orgía er búinn að vera um helgina, sá tvær frábærar myndir, reyndar tvær sem ég hef séð nokkuð oft áður.  en sumsé á föstudaginn keypti ég loks donnie darko á dvd, sem er ekki frásögufærandi nema að myndgæðin voru ekki uppá sitt besta, myndin var í verri gæðum en á VHS býður upp á.  hin myndin ættu fæstir að þekkja en það er ein af mínum allra uppáhalds, rock and roll high school sem á ekki að vera rugla við hina skelfilegu school of rock.

en slæmu mynd og hljóðgæðin í donnie darko náðu nú samt ekki að eyðileggja þessa frábæru mynd fyrir mér, hún er svo góð.  einn cool faktorinn á henni er að þrátt fyrir að það sé í sífellu verið að gefa upp ártalið sem myndin á að gerast á og spilar td. duran duran tekst vel að ofgera ekki 80's tímabilinu.  einnig er komið inná '88 kosningarherferð bush eldri.  burtséð frá þeirri vitleysu er myndin alveg mögnuð og ætti að vera til á öllum betri heimilum. get samt ekki gert af því en stemmningin í henni minnir mig alltaf á poltergeist, sem er en ein klassíkin.  tónlistin í donnie darko er stórkostlegt og gerir endalaust mikið fyrir myndina.  fyrir þá sem hafa virkilega ekki séð þessa ræmu og vilja vita eitthvað um söguna skal vitja þeirra vitneskju annarstaðar.  samt fúll yfir því að kaupa dvd mynd og myndin er ekki hrein, er mikið að spá í að hafa samband við útgefandan og spyrjast fyrir. 

rock and roll high school er mynd sem ég get alltaf horft á, þó sérstaklega með öl í hendi, lukkulega var bleikur í heimsókn og var maður í þetta.  ég held að ég sleppi nú algjörlega að útskíra nokkuð um þessa mynd nema á yfirborðinu heldur maður að þetta sé ein af þessum hundrað high school teen myndum sem flestar eru eins.  en treystið mér að þessi sker sig út á allan hátt og er með súrari myndum tjahh samtímans, reyndar er hun frá '79.  þetta er ekki strákur hittir stelpu mynd heldur samansteikt súpa af slæmum leik, ekki það merkilegu plotti, endalaust af smábröndurum og hinni skemmtilegu hljómsveit The Ramons.  samkvæmt wikipedia veitti rock and roll high school og over the edge (1979) nirvana innblástur að semja lagið smells like teen spirit en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það :)

f-zero-titlescreenég og myWii ( sem er mín nintendo wii ) héldum áfram fortíðarþrá í dag, við fjárfestum í tveimur klassískum leikjum á wii virtual console.  fyrst var það f-zero, besti! framtíðarkappaksturs leikur allra tíma og já þetta er fullyrðing!  leikurinn er í tvívídd en með þrívíddar sjónarhorni og þótti byltingarkenndur þegar hann kom út.

Fyrsta útgáfan sem ég prófaði af þessum leik var frá japan, held að ég hafi verið 11 ára, man hvað mér þótti ógurlega erfitt að stýra bílunum var alltaf að klessa utan í vegginn og missa orku, það sagt má segja að það taki nokkur skipti að læra stýra bílunum og fara fyrir horn.  hægt er að spila í þrennskonar deildum, hver deild með 6 brautum fyrsta deildin er með fremur afslöppuðum brautum en síðasta deildin fremur flóknari.  síðan ég var 11 ára hef ég spilað þennan leik fremur oft og reglubundið og alltaf fundist hann bæði óendanlega svalur sem skemmtilegur og ef ég væri gagngrínandi myndi ég ekki hika við að gefa honum 99-100%.  það er ekkert sem ég man við þennan leik sem pirrar mig væri gaman að heyra rök fyrir því af hverju hann ætti ekki að fá 100%.  ok, helsti galli sem ég hef heyrt um er að þetta er aðeins eins manns leikur, mitt álit er að hann var hannaður þannig og ég sakna ekki að hafa annan til að keppa á móti.  einnig spilað framhöldin þa. f-zero x og f-zero gx, sem eru 1-4 manna og á það vel við þar, en þó eru til fleiri útgáfur sem ég tel ekki upp hér.  vill ég meina að f-zero á snes ( super nintendo ) sé sá allra besti í seríunni.

tónlistin í leikum er gjörsamlega mögnuð, og gefur super metroid tónlistinni ekkert eftir, en skilst mér að það hafi verið gefin út diskur með tónlistinni og verður það næsta skref að reyna finna þennan disk, ætli að það þýði ekki ferð til japans :D  einnig eru hljóð effektar frekar flottir og maður er umlukinn retro áru þegar maður spilar þennan leik.

marioWorldþá var nú komið af þeim gamla góða erkióvinar sonics.  mario, gamli píparinn með rauðu húfna klikkar ekki.  super mario world er einn sá skemmtilegasti hopp og skopp leikur allra tíma og óneitanlega fyndinn.  ég prófaði hann fyrst á sama tíma og f-zero og er stimplað inní minnið mitt hvað mér þótti hann flottur. allar hreyfingar flottar og nákvæmlega ekkert að setja útá hljóð né mynd.

Ofan á fallegt yfirborð er ótrúlega flottur og útpældur leikur, borðin er vel uppbyggð, ótrúlega auðvelt að stýra bræðrunum, hljóðeffektar æðislegir, fyrir þá sem vilja virkilega erfið borð þá er svo kallað special borð og sem áður sagt fyndinn.  það er aðeins eitt borð í þessum leik sem mér mislíkar og það er í special 'heiminum' -> blöðruborðið fyrir þá sem þekkja, það er alveg hreint sjúklega erfitt og hefur valdið blótsyrðum.

fyndinn hvernig ? nú fyrir utan að vera ítalskur pípari í svepparíkinu að þá eru ýmis atriði td. þegar hann fær loft úr blöðru ( sjón er sögu ríkari ), hvernig tónlistin breytist þegar mario sest ofan á yoshi reyndar er tónlistin alltaf fyndinn í þessum leik, hvernig hann flýgur í þessum leik er bara fyndið, þegar mario klárar kastala fylgir skemmtilegt saga og ýmislegt fleira. 

þegar super mario world kom út þótti mér hann alltaf svo mikið meira en allir leikir þess tíma, var einhvernvegin svo fullkominn skemmtun og það gleður mig að geta sagt hann sé ekki bara góður í minningunni.  þetta var/er ekki bara hver annar platformer heldur mun meira innovative en allt annað og að mínu mati stenst hann tímans tönn gjörsamlega og má jafnvel segja betur en mario 64 sem er samt fullkominn ( vantar bara eina stjörnu uppá í DS útgáfunni ).  og kannski það besta við þennan leik er að hann er nægjanlega einfaldur fyrir krakka sem fullorðið fólk og því fullkominn leikur fyrir alla fjölskylduna.

ég hef klárað super mario world oftar en ég get talið upp og er hann ásamt f-zero á mínum topp tíu lista yfir mína uppáhalds leiki. spurningin er hvað er í hinum 8 ;)

ég vill biðja fólk um að þola allar þessar enskuslettur.


silfra 27.05.2007

köfun sem var lýst áður, skal viðurkenna að ég var ekki kannski sem tignalegastur við þessa köfun enda óvanur, en eins og má sjá á þessum myndum er þessi staður alveg magnaður og ekki spillti veðrið fyrir.  eins og áður var tekið fram þá var förinni fyrst heitið í sykurskipið fyrir utan álftanes en sökum skyggnis var þessi staður valinn.

hitastig vatnsins var 4°C  en lofthiti um 12-14°C.  

einar magnús magnússon fær allan heiður af þessu myndbandi þar sem að hann var myndatökumaður og sá um að klippa myndbandið.


frábært

magnað, er alltaf í sárum eftir að hafa misst af þeim í köben um árið.  eini gallinn er að ég hef bara ekki hlustað á neitt nýrra en virgin suicides.  Þá er bara um að gera að kynna sér nýja dótið :)
mbl.is Miðasala á tónleika Air hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

útsýni

er svo feginn að búa ekki lengur í dk, uhh þvílíkur munur að hafa útsýni.  í þessu yndislega veðri sem hefur verið undanfarið hef ég nýtt tækifærið til að hjóla mikið í hverfinu mínu, þar liggur leið mín venjulega í gegnum laugardalinn og niður að sjó og megnið af tímanum sér maður esjuna í allri sinni dýrð,  fór til þingvalla á sunnudag í mikilli blíðu og yndislegt útsýni alla leið.

jú jú í dk hjólaði ég mikið í skógum og meðfram ströndinni og allt mjög fallegt og skemmtilegt en aldrei fékk maður neina virkilega yfirsýn yfir neitt ( nema á himmelbjerget ).  eina útsýnið þar eru hús eða skógur eða sjór en aldrei virkilegt landslag.  ég veit að það eru svo sannarlega ekki allir sammála mér í þessu en þetta var mín upplifun.  það var æðisgengið að hjóla í skógum í miklum hita og renna við á ströndina og baða sig en ég sakna þess ekki.

fór að pæla í þessu þegar ég var að hjóla í laugarnesinu áðan og að núna vildi ég hvergi annarstaðar vera.

 

nóg um það, þessi hvítasunnuhelgi var nú ein sú skemmtilegasta helgi í manna minnum, veit ekki hvar ég á að byrja.  en já gunnsa kom heim frá chicago þar sem hún var í níu mánaða útleigð og bauð sér í mat hjá mér á miðvikudeginum og enduðum kvöldið á boston með ólöfu, huga, eika og útskrifar snót maría að nafni.  var voða rólegt og gaman.  fimmtudagurinn var álíka.  á föstudeginum var mér og huga sumsé boðið í útskriftarpartý sem ólöf var að halda fyrir þessa maríu, og var það partý/hóf með ágætum en einhvern veginn tókst ólöfu og gunnsu að draga mig í bæinn, eitthvað sem ég var ekki sérstaklega mikill maður í, en ákvað að slá til.

....... og sé ekki mikið eftir því þar sem að ég hitti gommu af fólkið frá þátíð og nútíð annað eins hefur bara ekki komið fyrir í langan tíma, það er sumsé þetta sem gerist þegar maður fer ekki á andarungan :P  þetta var ruml af rugli og skemmtilegheitum.

en þá er ekki helgin öll.  þó að reyndar var laugardagurinn rólegur, náði ég nú samt að horfa á heila mynd, fara í bæinn og fá mér kaffi og sjá einhverja dauðarokkstónleika sem ég hef ekki frekari skil á og grilla fyrir mömmu, eirík og ömmu.  þá kemur að aðaldeginum, á sunnudeginum var förinni heitið í sykurskipið ( rétt fyrir utan álftanes ), mæting var kl 10 hjá einari magnúsi og vorum við fjórir í föruneyti.  um tólf leytið vorum við lagði af stað úr höfn full græjaðir til að kafa niður.  þegar að stað var komið kom fljótt í ljós að skyggnið var fremur dapurt eða í kringum 1m ef svo gott.  þannig að við brugðum á það ráð að fara í silfru, hópurinn splittaðist reyndar þannig að við fórum þrír þangað.

ég vona að innri geimur sé rétt orð yfir þennan stað, það var sól og mikil blíða og litirnir voru magnaðir og einar með há upplausnar vídeó vél og náði mörgum flottum skotum, hrein snilld!  en reyndar lenti ég í bobba niðri þa. varð mjög áttavilltur eða fékk innilokunarkennd er ekki alveg viss hvort það var en var nálægt því að fara í panik en náði að róa mig niður með aðstoð einars.  eftir þetta er ég eins hugar að koma mér í betra form því að þetta tók mikið á að taka tvær kafanir, en var ánægður með að finna ekki vott fyrir kulda :D  en silfra er merkileg fyrir fleirra en ólýsanlega fegurð, einnig skiptir hún evrópu og ameríku.   nú hlakkar í mér að fá restina af græjunum mínum og fara aftur sem fyrst og skoða mig betur um.

svo er dagurinn í dag búinn að vera svo rólegur og góður, hjólreiðatúr, eitt kaffi stopp hjá einari, fór svo niður í bæ á mokka og fékk mér vöfflu með fullt af rjóma, hitti svo kjarra á babalú og tók annan hjólreiðartúr eftir mat,

of skemmtileg helgi


mánudagar eru góðir dagar

góður dagur,

vaknaði á undan klukkunni að vanda og beið eftir hljóðinu frá bréfalúgunni.  í þann mund sem blaðberinn er að ljúka við að troða morgunverðarfélaganum inn með miklum látum er ég þegar þotinn á fætur í sturtu.  hlaðborð er undirbúið á svipstundu, nærist og les morgunverðarfélaga með bros á vör.

vinnan fín að vanda, smá svn pirringur en ekkert til að tala um, þegar ég var heim á leið kom ég við í
nóatúni, þegar á kassa var komið fattaði ég að veskið mitt væri týnt, góð ráð dýr.  náði að rekja
mínar leiðir í 10-11 þar sem ungur herramaður geymdi það fyrir mig.  að vita skuld er ég ábyrgðarfullur
einstaklingur og var búinn að loka öllum kortum, þannig að þurfti smá útitúr að ganga frá þessu öllu.

nautasteik (afgangur helgarinnar) og franskar í kvöldmat, og sver ég að þetta bragðaðist mun betur en
nokkur lýsing.  svo bjallaði brjánsi og við vorum komnir í laugardalslaug á svipstundu.
ahh elska svona daga þar sem allt er einhvernvegin... þægilegt, reyndar píndi hann mig vel í sundinu
og gaf til kynna að ég væri lakur sundmaður.  það er áhuginn sem er fyrir benti ég góðmannlega á.

en alltaf kemur af leikslokum, þegar við brjánsi ákváðum að gera þau mistök að tendra sjónvarpið og að
stilla á sjónvarpsrásir, sem ætti aðeins að vera leyft þegar fréttir eru annarsvegar nú eða eurovision
eða menningar apparat.  þrátt fyrir mikið 'channel flipping' í gegnum allar 3 rásirnar sem ég hef,
lentum við á pussycat dolls eða álíka, sem er ákaflega slæmt sjónvarpsefni.  allir að væla eða grenja
eða rífast, og þáttarstjórnandinn/producerinn með var einhverja þá undalegustu líkamstjáningu sem ég hef séð, ég hefði ekki undir neinum kringumstæðum getað tekið mark á þessari manneskju, en sjón er sögu ríkari og ég get ekki mælt með öðru en að kvelja sig í gegnum einn svona þátt.

varðandi grein úr morgunmats félaganum, þá las ég einmitt eina grein á sunnudag sem var um mjög áhugavert efni þa. fjöldamorðingja.  þetta var ein sú allra furðulegasta grein sem ég hef lesið, og stafsetningar villur allsráðandi,, allavega nokkrar, ekki það að ég sé góður stafsetjari né greinahöfundur, en mæli með að fólk lesi hana, ég og kollegi minn vorum allavega vel sammála um þetta.
NOTE: að þetta á hvorki að vera móðgun né árás á viðkomandi höfund, allir geta átt slæma daga.

þrátt fyrir að þessi blessaða síða í öllu sínu veldi átti ekki að vera
dagbók var þetta bara svo góður dagur að ég varð að deila honum með hverjum þeim sem lesa vill.

/erti


chilli, nú einnig fyrir nörda

burger2

 

colossus hvað? ef þetta er ekki málið þá veit ég ekki hvað er. 
skal þó viðurkenna að þetta hefði mátt vera oggulítið betri/sterkari chilli
en ekki fáanlegt/ekki fundið enn hér á fróni.

uppskrift...
    -habanero, scotch bonnet chilli eða jalapeños, taka fræin úr, mæli með hönskum.
     saxa smátt eða setja í vinnsluvél.  VARÚÐ að passa skal að þetta fari ekki
     augu eða opinn sár og ekki er heppilegt að vera ný rakaður....
     hmm þessi viðvörun þýðir ekki endilega að ég sé klaufi :P en slysin
     gera ekki........
   
    -hakk >200 gr. nautahakk per burger ( ekki ruslhakk mæli með frá goða 10-12% )
   
    -hakkinu og chilli er blandað saman svona rúmlega 1 - 2 matskeiðar chilli per
     200 gr. nautahakk og bollur gerðar, persónulega mæli ég ekki með bindiefnum.
   
    -aukalegt krydd er valfrjálst, en mæli ég með td:
        -oregano, salti, rósmarin, rósapipar..... og svo má endalaust bæta við :)
   
    -borgararnir eru svo grillaðir, en sé ekki notað við bindiefni ber að hafa gjætur
    á þegar þeim er snúið.
   
    -nauðsynlegt er að steikja mikið af beikoni og eggjum, allavega að 3 - 4 stk.
     beikon og eitt egg per burger.
   
    útkomman af öllu þessu erfiði er unaðsleg og vítamínsprengja á sama tíma.
    hefur komið fyrir að fólk fái ofskynjanir og fari í trans, talar tungum, sumir
    bera fyrir minnisleysi, einu áhrif sem eru staðfest er að þessi máltíð eykur
    matarlyst til muna í nokkra daga eftir á.

  
    afþreiging sem fer vel með þessum mat eru td:
        -the big lebowski
        -the goonies
        -ráðagóði róbótinn, minnir að hún hafi heitið nr. 5 eða jhonny 5 eða álíka.
        -hostel
        -pink panther myndirnar
        -allt MacGyver safnið http://en.wikipedia.org/wiki/MacGyver
        -scrubs og futurama og endalaust mætti telja.
   

    þetta var allavega svaka gaman og gott, þakka öllum sem mættu. 


einhverstaðar verða vondir að vera

ég heiti kristján,

ég hef verið þekktur fyrir að láta dæluna flakka í rafpósti, þar sem ég er löngu hættur að nenna að skrifa persónuleg bréf til fólks hef tekið þá ákvörðun að bulla á þessum vettvangi.  reyndar er þetta tilraun tvö þar sem að síðasta kerfið sem ég prófaði var óþarflega flókið og þjált.

hér mun ég fjalla um leiki, tónlist, myndir, þætti og einhverjar pælingar sem mögulega einhver gæti haft gagn af og gaman af.  systir mín segir að ég sé nörd, þótt sjálfur sé ég ekki mikið fyrir að stimpla fólk sérstaklega þá hefur hún nokkuð fyrir sér.  af því að dæma er aldrei að vita nema að þetta verði nördahornið mitt.  einnig mögulega dagbók fyrir hugmyndir.

en mikið og lengi er ég búinn að vera spá í hvort að ég ætti að fá mér blogg, hefur einhvern veginn hefur það ekki beint heillað mig, reyndar er það meira blogg síðurnar sem mér finnst alltaf svo ósmekklegar einhvernvegin.  iðulega svo mikið af augnlýsingum sem eyðileggja útlitið, þannig að ég hef verið að hanna í kollinum hvernig ég vill að blogg kerfi eigi að líta út og virka, og er loksins kominn með útlit á blað og hugmynd um virkni, svo er bara komast af því hvort að þetta komi til með að virka.  En ég ætla mér að halda þessu fyrir mig þangað til að virkni er kominn.

úr einu í annað, þá var ég að horfa á þætti sem heita dexter sem landinn á nú að kannast við.  frekar góðir vill ég meina en uppbyggingin á söguþræðinum minnir óneitanlega á sögu uppbyggingu á final fantsy leik eða manga þáttaröð eins og td. cowboy bebob eða trigun, er ekki að líkja neinu af þessu beint saman, en ef sé að hægt að orða þetta annan veg td.  að drama uppbyggingin er afskaplega lík.  engu af síður top seria og mæli eindregið með henni, gaman að rekast á þætti sem eru lausir við froðu og óþarfa drama og tilgerð.

 

ég nóg af þvælu til að blaðra um, hvort það verði á þessum hér eða á kaffihúsi mun tíminn segja til um en nú er tími fyrir bað

/erti 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband