einhverstaðar verða vondir að vera

ég heiti kristján,

ég hef verið þekktur fyrir að láta dæluna flakka í rafpósti, þar sem ég er löngu hættur að nenna að skrifa persónuleg bréf til fólks hef tekið þá ákvörðun að bulla á þessum vettvangi.  reyndar er þetta tilraun tvö þar sem að síðasta kerfið sem ég prófaði var óþarflega flókið og þjált.

hér mun ég fjalla um leiki, tónlist, myndir, þætti og einhverjar pælingar sem mögulega einhver gæti haft gagn af og gaman af.  systir mín segir að ég sé nörd, þótt sjálfur sé ég ekki mikið fyrir að stimpla fólk sérstaklega þá hefur hún nokkuð fyrir sér.  af því að dæma er aldrei að vita nema að þetta verði nördahornið mitt.  einnig mögulega dagbók fyrir hugmyndir.

en mikið og lengi er ég búinn að vera spá í hvort að ég ætti að fá mér blogg, hefur einhvern veginn hefur það ekki beint heillað mig, reyndar er það meira blogg síðurnar sem mér finnst alltaf svo ósmekklegar einhvernvegin.  iðulega svo mikið af augnlýsingum sem eyðileggja útlitið, þannig að ég hef verið að hanna í kollinum hvernig ég vill að blogg kerfi eigi að líta út og virka, og er loksins kominn með útlit á blað og hugmynd um virkni, svo er bara komast af því hvort að þetta komi til með að virka.  En ég ætla mér að halda þessu fyrir mig þangað til að virkni er kominn.

úr einu í annað, þá var ég að horfa á þætti sem heita dexter sem landinn á nú að kannast við.  frekar góðir vill ég meina en uppbyggingin á söguþræðinum minnir óneitanlega á sögu uppbyggingu á final fantsy leik eða manga þáttaröð eins og td. cowboy bebob eða trigun, er ekki að líkja neinu af þessu beint saman, en ef sé að hægt að orða þetta annan veg td.  að drama uppbyggingin er afskaplega lík.  engu af síður top seria og mæli eindregið með henni, gaman að rekast á þætti sem eru lausir við froðu og óþarfa drama og tilgerð.

 

ég nóg af þvælu til að blaðra um, hvort það verði á þessum hér eða á kaffihúsi mun tíminn segja til um en nú er tími fyrir bað

/erti 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband