útsýni

er svo feginn að búa ekki lengur í dk, uhh þvílíkur munur að hafa útsýni.  í þessu yndislega veðri sem hefur verið undanfarið hef ég nýtt tækifærið til að hjóla mikið í hverfinu mínu, þar liggur leið mín venjulega í gegnum laugardalinn og niður að sjó og megnið af tímanum sér maður esjuna í allri sinni dýrð,  fór til þingvalla á sunnudag í mikilli blíðu og yndislegt útsýni alla leið.

jú jú í dk hjólaði ég mikið í skógum og meðfram ströndinni og allt mjög fallegt og skemmtilegt en aldrei fékk maður neina virkilega yfirsýn yfir neitt ( nema á himmelbjerget ).  eina útsýnið þar eru hús eða skógur eða sjór en aldrei virkilegt landslag.  ég veit að það eru svo sannarlega ekki allir sammála mér í þessu en þetta var mín upplifun.  það var æðisgengið að hjóla í skógum í miklum hita og renna við á ströndina og baða sig en ég sakna þess ekki.

fór að pæla í þessu þegar ég var að hjóla í laugarnesinu áðan og að núna vildi ég hvergi annarstaðar vera.

 

nóg um það, þessi hvítasunnuhelgi var nú ein sú skemmtilegasta helgi í manna minnum, veit ekki hvar ég á að byrja.  en já gunnsa kom heim frá chicago þar sem hún var í níu mánaða útleigð og bauð sér í mat hjá mér á miðvikudeginum og enduðum kvöldið á boston með ólöfu, huga, eika og útskrifar snót maría að nafni.  var voða rólegt og gaman.  fimmtudagurinn var álíka.  á föstudeginum var mér og huga sumsé boðið í útskriftarpartý sem ólöf var að halda fyrir þessa maríu, og var það partý/hóf með ágætum en einhvern veginn tókst ólöfu og gunnsu að draga mig í bæinn, eitthvað sem ég var ekki sérstaklega mikill maður í, en ákvað að slá til.

....... og sé ekki mikið eftir því þar sem að ég hitti gommu af fólkið frá þátíð og nútíð annað eins hefur bara ekki komið fyrir í langan tíma, það er sumsé þetta sem gerist þegar maður fer ekki á andarungan :P  þetta var ruml af rugli og skemmtilegheitum.

en þá er ekki helgin öll.  þó að reyndar var laugardagurinn rólegur, náði ég nú samt að horfa á heila mynd, fara í bæinn og fá mér kaffi og sjá einhverja dauðarokkstónleika sem ég hef ekki frekari skil á og grilla fyrir mömmu, eirík og ömmu.  þá kemur að aðaldeginum, á sunnudeginum var förinni heitið í sykurskipið ( rétt fyrir utan álftanes ), mæting var kl 10 hjá einari magnúsi og vorum við fjórir í föruneyti.  um tólf leytið vorum við lagði af stað úr höfn full græjaðir til að kafa niður.  þegar að stað var komið kom fljótt í ljós að skyggnið var fremur dapurt eða í kringum 1m ef svo gott.  þannig að við brugðum á það ráð að fara í silfru, hópurinn splittaðist reyndar þannig að við fórum þrír þangað.

ég vona að innri geimur sé rétt orð yfir þennan stað, það var sól og mikil blíða og litirnir voru magnaðir og einar með há upplausnar vídeó vél og náði mörgum flottum skotum, hrein snilld!  en reyndar lenti ég í bobba niðri þa. varð mjög áttavilltur eða fékk innilokunarkennd er ekki alveg viss hvort það var en var nálægt því að fara í panik en náði að róa mig niður með aðstoð einars.  eftir þetta er ég eins hugar að koma mér í betra form því að þetta tók mikið á að taka tvær kafanir, en var ánægður með að finna ekki vott fyrir kulda :D  en silfra er merkileg fyrir fleirra en ólýsanlega fegurð, einnig skiptir hún evrópu og ameríku.   nú hlakkar í mér að fá restina af græjunum mínum og fara aftur sem fyrst og skoða mig betur um.

svo er dagurinn í dag búinn að vera svo rólegur og góður, hjólreiðatúr, eitt kaffi stopp hjá einari, fór svo niður í bæ á mokka og fékk mér vöfflu með fullt af rjóma, hitti svo kjarra á babalú og tók annan hjólreiðartúr eftir mat,

of skemmtileg helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband