fortíðar þráhyggja ( rock and roll high school og snes læti )

þvílíka kvikmynda orgía er búinn að vera um helgina, sá tvær frábærar myndir, reyndar tvær sem ég hef séð nokkuð oft áður.  en sumsé á föstudaginn keypti ég loks donnie darko á dvd, sem er ekki frásögufærandi nema að myndgæðin voru ekki uppá sitt besta, myndin var í verri gæðum en á VHS býður upp á.  hin myndin ættu fæstir að þekkja en það er ein af mínum allra uppáhalds, rock and roll high school sem á ekki að vera rugla við hina skelfilegu school of rock.

en slæmu mynd og hljóðgæðin í donnie darko náðu nú samt ekki að eyðileggja þessa frábæru mynd fyrir mér, hún er svo góð.  einn cool faktorinn á henni er að þrátt fyrir að það sé í sífellu verið að gefa upp ártalið sem myndin á að gerast á og spilar td. duran duran tekst vel að ofgera ekki 80's tímabilinu.  einnig er komið inná '88 kosningarherferð bush eldri.  burtséð frá þeirri vitleysu er myndin alveg mögnuð og ætti að vera til á öllum betri heimilum. get samt ekki gert af því en stemmningin í henni minnir mig alltaf á poltergeist, sem er en ein klassíkin.  tónlistin í donnie darko er stórkostlegt og gerir endalaust mikið fyrir myndina.  fyrir þá sem hafa virkilega ekki séð þessa ræmu og vilja vita eitthvað um söguna skal vitja þeirra vitneskju annarstaðar.  samt fúll yfir því að kaupa dvd mynd og myndin er ekki hrein, er mikið að spá í að hafa samband við útgefandan og spyrjast fyrir. 

rock and roll high school er mynd sem ég get alltaf horft á, þó sérstaklega með öl í hendi, lukkulega var bleikur í heimsókn og var maður í þetta.  ég held að ég sleppi nú algjörlega að útskíra nokkuð um þessa mynd nema á yfirborðinu heldur maður að þetta sé ein af þessum hundrað high school teen myndum sem flestar eru eins.  en treystið mér að þessi sker sig út á allan hátt og er með súrari myndum tjahh samtímans, reyndar er hun frá '79.  þetta er ekki strákur hittir stelpu mynd heldur samansteikt súpa af slæmum leik, ekki það merkilegu plotti, endalaust af smábröndurum og hinni skemmtilegu hljómsveit The Ramons.  samkvæmt wikipedia veitti rock and roll high school og over the edge (1979) nirvana innblástur að semja lagið smells like teen spirit en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það :)

f-zero-titlescreenég og myWii ( sem er mín nintendo wii ) héldum áfram fortíðarþrá í dag, við fjárfestum í tveimur klassískum leikjum á wii virtual console.  fyrst var það f-zero, besti! framtíðarkappaksturs leikur allra tíma og já þetta er fullyrðing!  leikurinn er í tvívídd en með þrívíddar sjónarhorni og þótti byltingarkenndur þegar hann kom út.

Fyrsta útgáfan sem ég prófaði af þessum leik var frá japan, held að ég hafi verið 11 ára, man hvað mér þótti ógurlega erfitt að stýra bílunum var alltaf að klessa utan í vegginn og missa orku, það sagt má segja að það taki nokkur skipti að læra stýra bílunum og fara fyrir horn.  hægt er að spila í þrennskonar deildum, hver deild með 6 brautum fyrsta deildin er með fremur afslöppuðum brautum en síðasta deildin fremur flóknari.  síðan ég var 11 ára hef ég spilað þennan leik fremur oft og reglubundið og alltaf fundist hann bæði óendanlega svalur sem skemmtilegur og ef ég væri gagngrínandi myndi ég ekki hika við að gefa honum 99-100%.  það er ekkert sem ég man við þennan leik sem pirrar mig væri gaman að heyra rök fyrir því af hverju hann ætti ekki að fá 100%.  ok, helsti galli sem ég hef heyrt um er að þetta er aðeins eins manns leikur, mitt álit er að hann var hannaður þannig og ég sakna ekki að hafa annan til að keppa á móti.  einnig spilað framhöldin þa. f-zero x og f-zero gx, sem eru 1-4 manna og á það vel við þar, en þó eru til fleiri útgáfur sem ég tel ekki upp hér.  vill ég meina að f-zero á snes ( super nintendo ) sé sá allra besti í seríunni.

tónlistin í leikum er gjörsamlega mögnuð, og gefur super metroid tónlistinni ekkert eftir, en skilst mér að það hafi verið gefin út diskur með tónlistinni og verður það næsta skref að reyna finna þennan disk, ætli að það þýði ekki ferð til japans :D  einnig eru hljóð effektar frekar flottir og maður er umlukinn retro áru þegar maður spilar þennan leik.

marioWorldþá var nú komið af þeim gamla góða erkióvinar sonics.  mario, gamli píparinn með rauðu húfna klikkar ekki.  super mario world er einn sá skemmtilegasti hopp og skopp leikur allra tíma og óneitanlega fyndinn.  ég prófaði hann fyrst á sama tíma og f-zero og er stimplað inní minnið mitt hvað mér þótti hann flottur. allar hreyfingar flottar og nákvæmlega ekkert að setja útá hljóð né mynd.

Ofan á fallegt yfirborð er ótrúlega flottur og útpældur leikur, borðin er vel uppbyggð, ótrúlega auðvelt að stýra bræðrunum, hljóðeffektar æðislegir, fyrir þá sem vilja virkilega erfið borð þá er svo kallað special borð og sem áður sagt fyndinn.  það er aðeins eitt borð í þessum leik sem mér mislíkar og það er í special 'heiminum' -> blöðruborðið fyrir þá sem þekkja, það er alveg hreint sjúklega erfitt og hefur valdið blótsyrðum.

fyndinn hvernig ? nú fyrir utan að vera ítalskur pípari í svepparíkinu að þá eru ýmis atriði td. þegar hann fær loft úr blöðru ( sjón er sögu ríkari ), hvernig tónlistin breytist þegar mario sest ofan á yoshi reyndar er tónlistin alltaf fyndinn í þessum leik, hvernig hann flýgur í þessum leik er bara fyndið, þegar mario klárar kastala fylgir skemmtilegt saga og ýmislegt fleira. 

þegar super mario world kom út þótti mér hann alltaf svo mikið meira en allir leikir þess tíma, var einhvernvegin svo fullkominn skemmtun og það gleður mig að geta sagt hann sé ekki bara góður í minningunni.  þetta var/er ekki bara hver annar platformer heldur mun meira innovative en allt annað og að mínu mati stenst hann tímans tönn gjörsamlega og má jafnvel segja betur en mario 64 sem er samt fullkominn ( vantar bara eina stjörnu uppá í DS útgáfunni ).  og kannski það besta við þennan leik er að hann er nægjanlega einfaldur fyrir krakka sem fullorðið fólk og því fullkominn leikur fyrir alla fjölskylduna.

ég hef klárað super mario world oftar en ég get talið upp og er hann ásamt f-zero á mínum topp tíu lista yfir mína uppáhalds leiki. spurningin er hvað er í hinum 8 ;)

ég vill biðja fólk um að þola allar þessar enskuslettur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband