19.6.2007 | 16:51
New York, Milano og Paris
Hvað er það nú, ætti heldur að vera Horsens, Kaupmannahöfn og Gautaborg. Allavega er ég á leið þangað og byrjar þessi svaka ferð mín og Helgu á morgun. Stefnan er að kaupa iPod og gera mest lítið annað en að borða og drekka góðan öl. Vonandi verður kafað í Gautaborg en það á enn eftir að koma í ljós.
En aðal tilefnið er útskriftin hennar helgu, sem verður á föstudaginn og um kvöldið verður hitt á gamla skólafélaga þar sem að skólinn hennar helgu er með einkapartý. Já lítur út fyrir að það verði nóg annað að gera en að kaupa ipod.
Plús, hitta Snorra, Hödda, Stínu, Gotta og Gizur svo eitthvað sé nefnt................ best að fara pakka
Athugasemdir
Hæ.
Var að uppgötva bloggið þitt. :) Góða skemmtun í ferðinni og til hamingju með útskriftina hennar Helgu.
Kveðja; Kristín Á.
Kristín Asta 26.6.2007 kl. 10:37
Halló Kristján. Ég pikkaði inn nafnið þitt á google og fékk þetta upp. Svo las ég að þú værir að fara af landinu og ég ný kominn í heimsókn til landsins. Við hittumst kanski einhverntímann.
Kverðja frá gamalli vinkonu Guðrún G Sigurðardóttir
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 10:34
Skila því kristín og takk :)
Nokkuð gaman að fá kveðju frá þér guðrún, var eimitt að flétta þér upp um daginn en fann aðeins systkini þín ( sem ég bið voða vel að heylsa ), en já vonandi náum við nú samt hitast þar sem ég er nú kominn heim.
Kristján S. Einarsson, 3.7.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.