Þingvallarvatn 3 júlí

Á síðasta þriðjudag er ég var enn í fríi, fórum ég og Helgi kafari að kafa í Davíðsgjá í Þingvallarvatni.  Þessi köfun fær 10 af 10! mögulegum. 

Eftir að vera í stríði við mýflugur á meðan við klæddum okkur í búningana þurftum við að synda dágóðan slatta á yfirborðinu.  Sprungan/gjáin er á byrjar á 10m dýpi og nær niður á 30m.  Ég reiknaði með mikilli innilokunarkennd þannig að ég sagði helga að ég færi sennilega ofan í sjálfa sprunguna, en allt kom fyrir ekki, ég fór niður á 17m og það var magnað.  Sprungan eru tæpir 2 metrar á breidd þar sem hún er flottust og skyggnið var geggjað.  Og einmitt þegar ég var á þessum 17 metrum vildi svo heppilega til að þegar maður horfir niður á botninn, virðist vera að það sé lækur þar.  Þá fór ég nú að velta fyrir mér 'huhh hvað ef ég skildi nú detta' án gríns, ég varð mjög lofthræddur en fann ekki fyrir vott af innilokunarkennd. Þetta var alveg hreint magnað.

Á bakaleiðinni sá ég nokkra silunga og voru þeir ekki hið minnsta hræddir við mig, þá var ég 20-30 cm frá þeim.  Við ákváðum svo að taka seinni köfunina nær landi á minna dýpi og freista þess að sjá fleirri fiska.  Og það tókst svona líka vel :)  Þarna voru stærðarinnar fiskar rétt við okkur og voru ekkert að kippa sér upp við að tveir mikið klæddir og hávaðasamir menn voru að glápa á þá.

Ég hafði mikinn grun um að það væri búið að leka vatn inná gallann þar sem ég var að krókna úr kulda þegar ég var kominn á 4-5m dýpi í seinni köfuninni, fékk það staðfest þegar ég fór úr gallanum og ég var rennandi blautur, en veðrið var svo frábært að mér var fljót að hlýna.  Samtals vorum við 95 mínútur í kafi, sem okkur þótti fínt, enda hef ég sjaldan verið eins lúinn.

Mæli með Davíðsgjá, kanski ekki mesta lífríki í heimi í sjálfri gjánni en nóg um það í grynningunum á leiðinni þangað.  Einnig er mikið spúnaúrval þarna á botninum.  Þar sem engin myndavél var með í för verða þessar lýsingar að duga :)

En ferðasagan fær enn að bíða þar sem ég er ekki enn búinn að hafa tíma né nennt að skoða ferðamyndirnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virðist hafa verið frábær upplifun.

Kristín Ásta 10.7.2007 kl. 18:25

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Ja þetta var vægast sagt magnað.  En í kvöld fór ég einmit í sykurskipið sem er staðsett í faxaflóa, gékk ekki betur en það að ég týndi gleraugunum sem lukkulega fundust svo á botninum, en skyggnið var 1 til 2 metrar þannig að það sást gott sem ekkert ;( en tók 6 mín. köfun svo nennti ég þessu ekki :/

Kristján S. Einarsson, 12.7.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband