Allt nýtt

Jæja, þá er kominn tími á að segja frá nýju vinnunni.  Hún virkar vel á mig við fyrstu sýn en of snemmt til að dæma enn , allir rosa hressir þarna og vinan fín og gott kaffi.  Á miðvikudaginn var fórum við deildin ásamt fjármálastjóranum á Tapas bar til að fanga the new guy -> it be me.  Það þarf ekki að taka það fram en það var náttúrlega mikið fjör og furðulegur matur. En ég kann vel við deildina og fólkið í kringum hana.

En á öðrum nótum, keypti ég metroid corruption sem er líka svona skemmtilegur, einnig til að taka nostalgíu flipp þá fjárfesti ég einnig í super metroid sem er einn besti leikur allra tíma.  Tónlistin í honum er svo flott, bara við það eina að sjá upphafsmyndina fær hárin til að rísa.  Og nú er bara að bíða eftir Super Mario Galaxy, bíð einmitt mjög spenntur eftir honum.

Eitthvað hefur minkað í köfunum undanfarði sökum verkefna og veðurs, en ég og helgi fórum í gær næturköfun, það var nú áhugarvert, settum stein niður fyrir Mr. Héðinn San eitthvað sem hann ætlar að nota í kennslu, svo syntum við aðeins, og aldrei slíku vant vorum að skoða lífríkið í Kleifarvatni, eitthvað sem maður hélt að væri ekki til.  Einnig var farið niður sogið um daginn sem var nú hraðara en menn þorðu að vona.  Einnig var farið í silfru, nú fer ég a nálgast 70 kafanir.  Svo fer ég á deep diver námskeið og nitrox námskeið fljótlega, búinn að skrá mig og fá bækur.

Nú þarf maður að af-makkast og nú að vinna á IBM og vista, það er jú mun skárra en ég átti von á, en sem komið er en það er einn faktor við IBM sem ég er að fíla í klessu á meðan ég ligg hérna uppí rúmi, það er skjárinn, ahhh þvílíkur munur að geta sett hann langt aftur, eitthvað sem að makka menn geta ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband