Krissa Tale 2007

Mikið hefur breyst í mínu lífi þetta árið og hefur árið einnig verið að mörgu leyti erfitt en engu að síður eitt skemmtilegasta í mínu lífi, á árinu hef ég kynnst/hitt mikið af æðislega góðu fólki. En byrjum á byrjuninni.

Árið byrjaði rólega eins og venjulega, var ekki mikið í gangi fyrstu tvo mánuðina, en ákvað að skrá mig á köfunar námskeið, kom nokkrum á óvart, það skil ég nú ekki þar sem ég hef oft talað um að ætla að gera þetta. Þetta var að sjálfsögðu ein af mínum betri ákvörðunum. Á árinu tók ég 70 skráðar kafanir og kynntist fullt af skemmtilegu fólki, ber helst að nefna Helga þar sem að við eigum allavega 50 kafnanir saman. Staðir sem ég hef farið á eru Grindarvík, Silfra, Staðinn Sem Við Nefnum Ekki, Davíðsgjá, Kofasmíði í Kleifarvatni í klikkuðu veðri, Hítarvatn, Hafravatn, Garðinum, Gufuskálavör, Sykurskipið, Sogið, Steingrímsstöð og eflaust fleiri staðir sem ég er búinn að gleyma og nenni ekki að leita að í log bókinni. Einnig hef ég farið í margar næturkafnanir á nokkrum stöðum, ég fíla að kafa í myrkrinu! Fór með Einari Magnúsi og Héðni kennara í frábæra nætur kvikmynda hella köfun í Silfru, það var frábært.

Einnig fór ég í hringferðina með Kafarinn.is, eða öllu heldur með Héðni kennara, þar var ég svona sidekick þar sem við vorum með skemmtilegan hóp af Svíum. Reyndar ber ferðin ekki nafn með réttu vegna við fóruþess að m aldrei lengra en Raufarhöfn. Í ferðinni köfuðum við í Silfru, bæði normal og hella leiðangur, Strýturnar í Eyjafirði, Gullkistuvík, Flekkuvík og Davíðsgjá. Það var líka stoppað á flestum túristastöðum á leiðinni, þetta var frábært í alla staði.

En ég hef ekki kafaði í nánast tvo mánuði, sem var allt með vilja gert og reyndar ekki búið að vera veður. En það verður breyting á, ég er að fara á þrjú sér námskeið sem verður vonandi gaman, og planið var að fara til Palau, en ég held að ég verið að kaupa mér íbúð fyrst, en einnig er búið að bjóða mér til Finnlands, Orsló og Gautaborgar til að taka þátt í ævintýrum þar.

Eitt brúðkaup þetta árið, sem var held ég skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef verið í, en heiðurinn að því eiga Kristín og Jói, ég vill endilega koma þökkum áleiðis, þetta var alveg frábært hjá ykkur. Man reyndar bara eftir einu öðru löglegu boði sem var stúdenta veisla hjá Maríu, það var nú súrt kvöld, ég Ólöf og Gunnsa búinn að tala mikið um þá helgi undanfarna daga. Ef ég er að gleyma einhverju öðru boði, endilega mótmælið.

En margir vita að ég bjó mikinn hluta af árinu einn, var þá mjög gestkvæmt hjá mér, kosningarvakan er mér mjög ofarlega í huga, var nú reyndar ekki fylgst mikið með henni, en þá eldaði ég chili burgera á línuna og var drukkinn mikill bjór með. Oft bauð ég fólki í læri eða lambaskanka eða fahítas á árinu og ég vona að allir kunna vel að njóta. Gestur ársins hlýtur að vera Eiki, en hann kom oft við í kaffi og annan hitting og hlýtur hann augnlauslega verðlaun sem mig grunar að verði matur.Ef einhver man einhverjar sögur frá þessum tíma má hann endilega kommenta. Ég vill þakka kærlega fyrir allt innlit á árinu.

Tölvuleikir þetta árið vorum margir hverjir góðir, en því miður virðist ég ekki nenna að spila leiki lengur, nema í mesta lagi 1-2 tíma í senn, þetta hefur reyndar verið að þróast svona undanfarinn ár, þó eru leikir eins og Super Mario Galaxy, WarioWare, F-Zero, S. Mario World búnir að skemmta mér vel, en vonbryði ársins hljóta að vera Bioshock, þrátt fyrir að hafa klárað hann þá veitti hann mér mjög takmarkaða gleði og hér með er það augnlýst að x-box 360 er til sölu með nokkrum leikjum og 2xGleðipinnum, er búinn að komast að því að Wii er meira en nóg fyrir þetta nörd. Óvænti leikur ársins hlýtur að vera Portal, sem er 3D puzzle leikur með röddu sem að alltaf að ljúga af manni.

Eins og glöggir bloglesendur mínir hafa lesið að þá skipti ég um vinnu á árinu, fór frá umferðarstofu yfir til Lánstrausts, verð að segja að ég fíla mig mjög vel á hjá Lánstrausti. Ég vill þakka öllu fólki sem ég hef unnið með á báðum stöðunum fyrir frábært samstarf á árinu og vona að allir hafi haft frábær jól og eigi gleðilegt nýtt ár.

Sambands slit standa upp á árinu og vill ég ekki tala um það á þessum grundvelli, en þetta var ákvörðun ársins og mjög góð fyrir alla.

Á árinu hef ég kynnst sjálfum mér aftur, er orðinn aftur eins og ég á að mér að vera, held ég, þið dæmið, en það hefur verið haft orð á því, ég er búinn að hitta mikið af fólki á árinu, bæði gamla vini og kynnast nýjum vinum og hitta allskyns fólk. Sem færir mig að desember. Desember er búinn að vera yndislegur mánuður, ég ákvað í byrjun mánaðar að ég myndi reyna að dreifa gleði í hjörtu fólks sem mér þykir vænt um. Þetta byrjaði brösuglega, en fór allt að ganga vel eftir að vinur minn bjallaði í mig, honum vantaði knús. og bætist reyndar þriðji félaginn við og tími gat ekki verið betri þar sem að mig vantaði einnig knús, fórum út og fengum okkur einn öl og ákváðum að vera dapur í desember gengi ekki upp, á þessum tíma var ég farinn að eiga við svefnerfiðleika sem ég tæklaði strax. Eftir þetta er ég ekki búinn að gera neitt nema að upplifa mikla gleði og djamma reyndar svoldið mikið, en það er líka búið að vera rosa gaman.

Jólin standa uppúr sem einhver þau æðislegustu í heimi, þó að jólin séu iðulega frábær, þá voru þessi mjög sérstök, búinn að eyða síðustu dögum fyrir jól og jólunum með æðislegu fólki og vill hér með þakka þeim öllum fyrir frábæran tíma.

Þegar ég stend nú á þessum tímamótum velti því ég fyrir mér hvað er það sem ég myndi vilja á næsta ári, hver ættu mín markmið og draumar að vera, að sjálfsögðu er mikið sem manni langar í eða vill að það breytist, en maður á bara bíða og sjá hvað gerist og sjái maður tækifæri þá að grípa það strax.

Ég vill þakka öllum góðum og vondum fyrir árið og vona að allir eigi skemmtileg áramót. Tak og god aften. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott áramótahugvekja ....ég mæli með því að á nýju ári byrjir þú á því að taka til eftir partyið sem var hjá þér í gær

Annars þakka ég líka fyrir allar huggulegu studirnar á árinu. Vonandi verða þær fleiri á því næsta ....

knús og kram

ólöf 1.1.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Já þetta er frábært, er einmitt í miðjum klíðum og að fíla mig í botn að taka til, einhvern veginn verður maður að byrja nýja árið og er ekki bezt að hreinsa svolítið til..... ps. það er allt ógeðslegt hérna!

Kristján S. Einarsson, 1.1.2008 kl. 16:08

3 identicon

awww kjút annáll... hehe.. Takk fyrir æðislegar stundir á árinu! Glad to have you back!!!;) Hlakka svo til að fá þig í heimsókn norður!

Gunnsa 2.1.2008 kl. 15:12

4 identicon

fæ ég ekki bikar.... ég allavegana vill bikar með Titilinn "Gestur Ársins 2007" merktan mér

bleikur 3.1.2008 kl. 19:40

5 identicon

Gleðilegt ár. Takk fyrir hrósið um brúðkaupið. Mér fannst það líka algjört æði. :) Minn áramótaannáll kemur þegar Jóa batnar af pestinni sem hann er með og getur farið að gera við vélina sem hýsir síðuna mína. ;)

Kveðja; Kristín Á.  

Kristín Á 3.1.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Gunnsa, kem norður áður en þú veist af :)

Eiki skal gefa þér álfabikar, vonandi veistu hvað það er.

Kristín, já það var sko æði :) var allveg ótrúlega gaman að fá að vera með ykkur á þessum degi. en ég þarf endilega að koma í heimsókn til ykkar þegar jóa batnar.

Annars virðist vera að allir hafi skemmt sér nokkuð vel á gamlárskvöld, mér fanst það fínt þangað til á nýjársdag, en ég kem inná þær nótur þegar ég treisti mér til að rifja allt þetta rulg upp, þeir skilja það sem voru þar :P

Kristján S. Einarsson, 3.1.2008 kl. 23:42

7 identicon

Og hvar á ég að koma honum fyrir nei slepptu því ég ætla ekki að gefa þér neinar hugmyndir en ég skal þiggja viðurkenningarskjal eða medalíu frekar

bleikur 5.1.2008 kl. 00:04

8 Smámynd: Kristján S. Einarsson

skal útbúa plagg.

Kristján S. Einarsson, 6.1.2008 kl. 19:13

9 identicon

Já það var lagið

bleikur 7.1.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband