Flytja, Páskar og fl.

Nú er ég loksins búinn að koma mér fyrir hérna á Hringbraut sér í lagi þar sem að skjárinn minn er kominn. Fyrir utan að flytja og stuff komst ég loks til að kafa um síðustu helgi, það var hellað fjör, ég og Helgi sumsé köfuðum á stað milli Straumsvíkur og óttastaða, Nína kom einnig með sem móralísku stuðningur og hjúkka, þar sem að hún treysti sér ekki niður sökum kvefs.  Fundum þarna annaðhvort leifar af bryggju eða þilfari af bát og sáum fullt af lífi og fínt skyggni.  En Helgi kallin varð hálf laskaður þar sem að hann var með allt stíflað og kom upp blóðugur, lukkulega var Nína hjúkka á yfirborðinu tilbúinn að gera af sárum hans.

Annars er páskafríið búið að vera frekar sweet, búinn að sofa til hádegis alla daga, en á miðvikudaginn fórum við Eysi og Morgane(my flatmate), út á Boston og Kúltúra ásamt fullt af frökkum og svo bættust Kolli og Oddur. Þetta var heljarinnar fjör, en ég var frekar úrtaugaður og sybbin og fór því fyrstur heim. Á Skírdag eldaði ég fyrir Eysa og Morgane svo tókum við Wii á þetta ásamt öli. Á föstudaginn fór ég í heimsókn til Ólafar, þangað kom fleira vinafólk hennar, við sátum og sötruðum nokkra öl og fórum rakleiðis á Boston, kvöldið endaði þannig að ég og Ólöf vorum blekuð á trúnó á Prikinu, var bara alveg ágæt. Svo í gær bauð ég Eika í mat (meira um það í annari færslu), og var svo farið til Ólafar þar sem voru skoðuð vafasöm youtube myndbönd, svo fórum við Eiki á Kaffibarinn að hitta Eysa, Morgane og vini hennar, var bara gaman við Eysi fengum miklar skammir fyrir að vera ekki víkingar, þannig að við erum hættir að fara í bað og raka okkur og verðum hér með fullir 24/7 og verðum okkur úti um axir.  Var einnig mikið að reyna læra Hindu sem var áhugavert gallinn er að það situr eitthvað lítið eftir en áhugavert var þetta.

Planið í kvöld er nú samt bara að vera rólegur eitthvað fer í partý heima hjá Eysa, Kolla og Odds, en langar nú bara mest að kúra uppí rúmi með góða mynd og páskaegg. Með öðrum orðum, þessir páskar eru nú bara búnir að vera skemmtilegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha þetta var ógeðslega gaman :) man lítið eftir prikinu og því en samt eintóm gleði verð ég að segja...

og youtube og youXXXX var klárlega málið í þynnkunni í gær...eða hvað?

ólöf 24.3.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

hehe, þetta var allt svakalegt sko, en youtube er hættulegt, sér í lagi þegar manni dettur eitthvað missniðugt í hug

Kristján S. Einarsson, 27.3.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband