29.4.2008 | 17:17
Fyrir lengra komna
Á síðasta föstudag fórum við bleikur á aukaloka sýningu 39 og 1/2 viku, þar sem engin annar en haltur frændur var í aðalhlutverki og við náðum að hlæja okkur mátlausa, allir sem komu fram stóðu sig mjög vel. Eftir leikritið hittum nokkra úr sýningunni og fengum okkur nokkra kalda með þeim á Næsta Bar, vel heppnað kvöld, eitt að þeim betri í langan tíma.
En nóg action eftir þessa helgina, verður seint sagt að þetta hafi verið eitthvert frí.
Á laugardeginum hafði ég samband við Finn uppúr hádegi, ætlaði einfaldlega að heyra í honum hljóðið, sjá hvernig kallinn væri stemmdur, það segir hann mér að drífa mig útúr húsi og koma mér uppí háskóla þar sem hann var staddur og skráður í japönsku ræðukeppni, ég að sjálfsögðu dreif mig á nóninu. Ég kom skömmustulega of seint og læddi mér inn. En náði fyrirlestrinum hans og tók nokkrar myndir á myndavélina mína. Ekki frásögufærandi nema að starfsmenn japanska sendiráðsins héldu að ég væri pro ljósmyndari og væri í forsvari fyrir eitthvað blað. Ég leiðrétti misskilningin og held að ég sé sloppinn, nema að konan sem sá um þetta bað mig um að vera ljósmyndari fyrir þau, sem var náttúrlega ekkert mál, á reyndar enn eftir að skoða niðurstöðurnar, sjáum hvað setur. Finnur vann jú keppnina í sínum riðli, verð að segja að ég skemmti mér mjög vel og talaði við fullt af áhugaverðu fólki, hálf öfundaði það af þessari kunnáttu.
Er ég kom heim steinrotaðist ég.
Til að vera vakinn af kolla sem bauð mér í afmæli, ég stoppaði nú stutt við þar sem ég fór að hitta Maríu Elísabetu, einnig var María Guðbjörg með í för. Ég hitti þær á Brons og máluðum bæinn rauðan, þetta var nú bara fyrir lengra komna, við fórum á Næsta Bar, Ölstofuna og Kofan, gaman er ekki lýsingarorð fyrir hve gaman þetta var, náttúrlega mörg ár að rifja upp, eins og mikið hefur breyst í lífi okkar tveggja síðan við hittumst síðast þá leið mér eins og við höfðum setið saman í útikaffihúsi í köben í gær. Því miður var ekkert ljósmyndatækifæri...
Athugasemdir
Geggjaður Jazz ;)
ólöf 4.5.2008 kl. 01:10
Jan Johannson klikkar ekki, enda var ég að enda við að hlusta á kappa, búinn að hlusta mikið á hann undanfarið.
Kristján S. Einarsson, 6.5.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.