Sviðakjammar og fleirra.

Á síðasta miðvikudagskvöldi var maður að nafni Thomas í heimsókn hjá Morgane, ekki fásögufærandi nema að kl 22 um kvöldið ákváðum við Eysi að draga hann út á lífið þar sem við vorum báðir í fríi næsta dag. Við tókum þetta nú allt rólega og byrjuðum að fá okkur SCAPA 14 ára og við Eysi færðum okkur yfir í öl, síðan bættist nú Rúnar við. Við tókum því nú með mestu ró nema Thomas kallinn, hann þjóraði í sig eina hvítvínsflösku sem vindurinn. Leið var svo haldið á Café Cultura,  á leiðinni hittum við eina af skemmtanadrottningum Reykjavíkur en það var engin önnur en María Guðrún sem að tjáði mér það að hún kæmi hér við og er hér með beðinn um ummæli... eftir þó nokkurt spjall var komist á Cultura bara rólegheit fyrir utan heimsenda tal Thomasar og virtist það vera draga niður Rúnar, brugðið var á það ráð að láta Eysa fylgja Thomasi heim.

Fórum við rúnar svo á Hressó sem ég fíla engan veginn sem skemmtistað og ekki var breyting þar á, eftir misheppnaða tilraun hjá mér og Rúnari að kynnast einhverju fólki þar var beilað og haldið beint á kofan, var jú heldur tómlegt til að byrja með en hitti kjarra kafara þarna sem var að fagna 21 árs afmæli sínu og tala um hvað Mosfellsbær er kúl og hvað allir eru harðir þaðan, skal viðurkennast að ég er að vitaskuld harður sem steinn en held að hann sé sá eini sem ég þekki sem talar um mósó með mikilli fortíðarþráhyggju, jú jú var gaman að alast upp þarna en var mjög feginn þegar ég flutti þaðan. En einnig hittum við þarna Eysa  og Kolla og svo um cirka 3 leytið mætti María Elísabet gallvösk með ferðatösku tilbúinn til að fara með flight bus kl 5. Við fengum okkur tvo kalda og svo rölti ég með henni niður á BSÍ. Svo var nú kominn tími til að halda heim á leið. Yndislegt veður, var í svaka sumar stuði.

Fyrsti maí var nú bara góður, fór með Eika, Rúnari og Kidda á Austurvöll og sleikti sólina og tók því rólega. Tók sumarfrí á föstudaginn og labbaði um endilanga Reykjavík, endaði daginn í badminton og gufu. Fékk mér svo þrjá ölara með Olsu og Ástu. Svaf allan laugardaginn en þegar batteríin voru hér um bil hlaðinn bauð Svala (kærasta Hjalta frænda) að fara á tónleika með Reykjavík, þvílík snilld, Bóas var hoppandi á barborðinu sem engin væri morgundagurinn, virkilega skemmtilegir tónleikar, annars spjölluðum við Svala í einhverja 6 tíma um tilgang lífsins og hún kenndi mér að borða osta......

Annars lítið að frétta nema er byrjaður að kunna meta The Office, merkilegir þættir líður eins og ég sé að fatta þá aftur eftir að hafa horft á Extras, en snilld engu að síður, fór reyndar svolítið hjá mér að horfa á þá en það bara styrkir mann :) 

En tónlist þessa dagana er búinn að færast úr autechre yfir í portished, jan johansson og blonde redhead.  Og er jú búinn að lifa á sviðakjömmum undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Office er bara frábært, trúi ekki að þú hafir ekki metið það áður.

María 9.5.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

jú kunni að meta það, en fannst það svo vandræðalegt, fór bara alltaf hjá mér.

Kristján S. Einarsson, 9.5.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband