5.6.2008 | 23:22
Til að fanga fyrir lengra komna
Hef ég ákveðið að halda uppá frasann minn fyrir lengra komna með því að horfa yfir farinn veg og spá aðeins í fyrsta blogginu mínu þar sem ég var að monta mig af einhverjum hamborga sem var rosalegur og rosalegur hann var, en ég var í góðu skapi í síðustu viku og ákvað að toppa hann aðeins enda ástæða til, hin nýja sælkerabúð sem ég man ekki hvað heitir en er staðsett við hliðina á quisnos eða hvað það heitir á laugarveg er að selja habanero chili sem er sennilega eitt að því betra sem til er á þessari jörð, mæli endregið að menn lesi þessa grein. En já ég er að týna sjálfum mér, í þessu skælandi góða skapi langaði mig mikið í alvöru borgara með beikon og eggi, ekkert grænmeti þar sem allt sem var til í krónunni rann út næsta dag. En ég hafði hins vegar með mér eðal beikon, stór brún egg og 450 gr. nautahakk 10-12% (8-10% er betra).
Talandi um að finna gott nautahakk þá getur það verið vandamál á íslandi, best er að finna það í nóatúni eða krónunni annarstaðar er það drasl sem verður að vatni á pönnunni, muna að vanda valið þar sem þetta á að vera höfðingja matur sem aðeins konungsborið fólk á að fá að njóta.
Svo var jú heim komið og vatnið var farið að leka úr munninum mínum og ég nötraði úr hungri, ég byrjaði á því að saxa niður 2 vel valda habanero og er ég skar þann fyrsta ólgaði yndisleg lykt sem er varla hægt að lýsa með nokkru móti og þú góður lesandi ef þú hefur einhvern tíman skorið þennan chili þá veistu nákvæmlega hvað ég er að tala um, þegar þarna var komið var ég farinn að slefa á borðið. En best er að vanda til verksins og tók ég minn tíma í það.
Smá leiðbeiningar við meðhöndlun habanero:
- notist við latex hanska
- um leið og safinn/olía úr ávöxnum er kominn á hanskana skal ekki koma við neitt annað en hráefnið
- ekki klóra í augu
- ekki koma við sár
- ekki koma við húð sé hún ný rökuð
- ekki klóra sér í nefi
- besta falli má sleikja hanskann til að fá forsmekk
- sé fólk svo heppið að eiga töfrasprota sá skal ekki anda beint úr boxinu þegar lokið er tekið af þó svo að lyktin sé yndisleg. Prófið bara
Ástæðan fyrir þessu er einföld, hreinn sársauki í vondri mynd, ég hef brennt mig á nokkrum atriðum, séu menn hanska lausir þá fer olían undir neglurnar og er þar í nokkra daga og það svíður þá í nokkra daga.
En eftir að þessu misskemmtilega verki var lokið var kominn tími til að hnoða, ég skipti hakkinu og niðurskorna chiliinu í tvennt fyrir sitt hvorn borgara og maukaði saman í höndunum og vill taka skýrt fram að ég var enn í hönskum þar sem að ég var enn að koma chili. Eftir að ég var búinn að mynda tvo gullfallega borgara var kominn tími fyrir auka krydd, þetta er náttúrulega frjálst val, en þar sem þetta er frjálst val vildi ég hafa hann frekar mellow, þa. vildi láta habanero bragðið fá að ráða þannig að krydd val mitt var fremur einfalt í þetta skiptið og var smá sjávarsalt og ögn af þurrkuðu oregano, var frekar fúll yfir að hafa ekki keypt ferskt oregano en suma daga er maður gleyminn þegar maður er í góðu skapi og er að pæla í raun í einhverju allt öðru eins og td. yenga.
Næst á dagskrá var að elda allt heila klabbið, panna var fyrir valinu, sér í lagi þar sem að ég á ekki grill, en má þess geta að þessi borgari á grilli er eins og flís á rassi, óþægnilegur en á sinn lostafulla hátt einstaklega góður. En já fyrst steikti ég sex sneiðar að mjög góðu beikoni þannig að það varð stökkt, en það er að vitaskuld smekksatriði. Eftir að hafa þurrkað af pönnunni eftir beikon slysið var kominn tími á eggið, enn og aftur er það smekksatriði en þegar svona sterkur borgar er annarsvegar mæli ég eindregið með að taka ekki áhættu með að snúa egginu heldur að hafa það þannig að rauðan geti með öruggu móti sprungið, einnig bragðast það betur, þannig að hafa það léttsteikt. Nú þá er bara borgarinn eftir og við erum enn og aftur kominn að smekksatriði ég vill hafa þá miðlungs kláraða þannig að það sé smá rautt í miðjunni án þess að vera gjörsamlega hrátt. Er ég horfði á þessa fallegu borgara steikjast á pönnunni vissi ég þá þegar að um vel heppnaðan gjörning var um að ræða.
Drykkjar val er einfall þegar rautt heitt chili er annars vegar sumsé öl, með svona máltíð er aðeins hægt að mæla með Stella Artois í gleri eða 750 ml. Heineken í gleri sé hallæri þá víking pilsner. Ég valdi Stella.
Ég get ekki sagt annað en þessi máltíð framleiddi tár í augun mín, hún var eins fullkominn og hægt var, ég var í öngum mínum þegar allt var á diskinn komið og varð að grípa tækifæri og ljósmynda þá og þegar, ekki var þetta fallegasta né besta ljósmyndun að mat fyrr né síðar en þessi mynd talar sinni tungu.
Athugasemdir
þetta er ekki hamborgari , þetta er kjöt með brauði og eggi.
5bi 5.6.2008 kl. 23:41
Held það sé líka hollráð að taka af sér hanskana fyrir klósetferðir..... sér í lagi ef kokkurinn er karlmaður ;) Þekki einn sem fór illa út úr svona chilli eldamennsku eftir að hafa brugðið sér á postulínið í miðri eldamennsku....
Erla á 47 6.6.2008 kl. 00:47
"þetta er kjöt með brauði og eggi" sem að ég held að í sjálfu sér sé hamborgari sjá nánar.
En jú styð einmitt það heilla ráð að taka af sér hanskana fyrir klósett ferðir úff ekki láta mig einu sinni hugsa um hve óþægilegt það gæti orðið....
Kristján S. Einarsson, 6.6.2008 kl. 07:27
Þetta hlýtur að hafa bragðast guðdómlega. Og jú Hamborgari er þetta. Mér finst þú ættir að taka að þér matreiðsluþátt. Alveg kominn með vatn hér í munninn, og mitt fyrsta mál á dagskrá er að leita mér að habanero hér í bæ.
Kveðja úr 29c°
Tiddi 6.6.2008 kl. 08:22
blessaður tiddi minn, já það fæst í bilka, alveg innst inni búiðinni í kæli hjá ávöxtum. við þurfum svo að gera aftur chili vodka við tækifæri :D og fá okkur snaps. spurning um að fjárfesta eins og í einni flösku á eftir og búa smá til.
Kristján S. Einarsson, 6.6.2008 kl. 10:07
Og gleymdirðu að bjóða mér í mat, veit ekki alveg hvernig mér á að finnast um það, allavegana mjög blendnar tilfiningar
Eiki 6.6.2008 kl. 21:06
tjahh man ekki betur en að þú vælir sem kjelling þegar sterkur matur er annars vegar.
Kristján S. Einarsson, 6.6.2008 kl. 21:36
Verð að geta þess, að ef þú átt ekki latex hanska, þá gætirðu fryst piparinn fyrst, þá er hann ekki eins "meiðandi". Btw, fokking amazing borgari!!
kv. Siggi
Sigursteinn 6.6.2008 kl. 22:15
takk fyrir það siggi minn, hmm já frysta ætla að nota það trick ef tækifæri gefst tnx dude :D
Kristján S. Einarsson, 7.6.2008 kl. 15:54
Þetta er engin smá matseld, maður verður bara svangur.
Kristín Ásta 8.6.2008 kl. 17:51
Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!!!!!
Drykkjar val er einfall þegar rautt heitt chili er annars vegar sumsé öl, með svona máltíð er aðeins hægt að mæla með Stella Artois í gleri eða 750 ml. Heineken í gleri sé hallæri þá víking pilsner. Ég valdi Stella.
Af öllu því humlasafti sem til er!??!!?
Neópúritaninn í 29.5°C (Alltaf betra veður fyrir austan!)
Neopúritaninn, 9.6.2008 kl. 21:00
ertu fyrir svona sterkan mat kristín ??? ;)
En höddi hvað hefði ég þá átt að velja, ps. ég er mest fyrir ljósan öl eða lager eða hvað það heitir endilega koma með meðmæli :)
Kristján S. Einarsson, 11.6.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.