PANIK

Lenti í því miður skemmtilega atviki í kvöld að panika í Þingvallarvatni, við vorum sumsé að kafa á nýjum stað og allt leit frekar vel út þangað til að við komum niður á 14 metra, þá allt í einu var skyggni 0 metrar og við sáum ekki botninn á þessari brekku sem að við vissum að færi niður á allavega 40 metra. við stoppuðum einhverstaðar í kringum 18 metra og myndaðist mikið gruggský og minn maður fór í hringi og áttavitinn hring snérist þá líka og ég vissi ekki hvað var áfram og hvað var til baka, mikil ónota tilfinning, eftir að hafa fundið aftur buddy-inn minn ákvað ég að fara upp, sem reyndist vera hin mesta þraut. Engu að síður var gaman að fara kafa aftur en mér var á tímabili hætt að standa á sama, en við tókum svo köfun til baka á styttra dýpi.

Sem sagt gaman en ekki gaman að panika. Greinilegt að ég þarf að kafa meira!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði fengið taugaáfall.

Kristín Ásta 13.6.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

nei nei ekkert svoleiðis, maður þarf bara aðeins að hugsa sinn gang svo gera eitthvað dynamískt :)

Kristján S. Einarsson, 14.6.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband