Fyrsti apríl

Kom óvenju seint í ár, sem flestir vita að þá hata ég þennan dag meira en rigningu á hlið. En já sumsé Morgane minn yndislegi flatmate ákvað að pulla einn svaka fyndin á mig. Samtalið átti sér stað á msn.

"Hæ krissi, minn flotti íslenski sambúandi, hvernig hefurðu það?" tjahh jú bara fínt......tal tal tal...morgane....tal tal tal......óvenju mikið af tali fyrir morgane, við eigum sjaldnast hrókasamræður í gegnum veraldarvefinn.

Morgane: "hérna, sko ég er kominn með leikfélaga fyrir jojo(kisinn sem við búum með", nú já en gaman fannstu fallegt leikfang handa kallinum, "nei ohh ég er með þrjá yndislega kettlinga hérna hjá mér" já en gaman, "já eysi dýrkar þá", það kallaði á undrun mína, en hví ey gæti skeð, "já, hann er búinn að taka slatta af myndum af þeim", nú já en gaman, endilega sendu eina á mig, "ok............ æjj er eitthvað vesen á þessu minniskorti, tölvan vill ekki taka við því", og þú sýnir mér þær bara þegar þú kemur til baka. "Nei, þeir koma með", heheh auðvita, "já ég meina það er ekki leitað í handfarangri", þarna fór hjarta mitt að slá, var hún ey að grínast, hver í fjandanum tekur þrjá kettlinga með sér í handfarangur, fór mikið að hugsa um greyin, "já meina þetta eru bara þrír tímar, verðu nægilegt loft og ætti ekki að fara illa um þá", hahhaha já auðvitað lol, "hvað er svona fyndið.... smá fyrirlestur", ég er agndofa ég meina er ekki í lagi, morgane þú veist að það er slæmt að svona kemst upp, dýr þurfa sótkví og etc. "Nei, ég tek þá með".......

Í allt var þetta fáránlega langt samtal og hún náði gjörsamlega að sannfæra mig, ég var farinn að pæla, andskotinn, nú þarf ég að finna mér annan samastað en svo löngu eftir á sagði hún mér að hún væri jú að gantast í mér, en vá hvað mér brá. Mér til varnaðar var ég fárveikur í vinnunni og vissi varla mun á bláu né bleiku. Morgane kudos to you.

En í fréttum ýmist fór meðal annars á tónleika með bandinu Hraun þann 16 og auðvita var gaman eyddi 17 júní að mestu heima á svölunum með eika, en jú við kíktum niður í bæ á hraun í hálft lag og ákváðum að það væri of mikið af fólki þannig að við forðuðum okkur í þingholtin svo aftur heim á svalirnar. Fór svo veikur út á lífið með halta frænda á föstudaginn, reyndist mjög áhugavert, hitti meðal annars Þráinn, endaði með honum á ellefunni og þar hitti ég helga bróður hans harðar og við ákváðum að fara yfir á kofan þar sem að ég hitti warsha og vini hennar og þar á meðal einhvern dana sem ákvað að ýta mér er ég talaði við dömuna sem hann var eitthvað að reyna við, fram af þessu gékk þetta nú hjá honum en þetta setti víst eitthvað strik í kladdann hjá dömunni, en ég brosti við og hugsaði æjj greyið en þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Vaknaði svona líka dúndur hress á eftir ótímabæra vekjara klukku sem við skulum kalla haltan frænda á laugadeginum þannig að það var svo haldið fagnaðarlega uppá hann eftir að haltur frændur vakti mig eftir of lítinn svefn, en það var mikið borðað af bakkelsi á svölunum hjá mér og drukknir lítrarnir af kaffi, mjög gaman, nema hafði sín eftirköst, ég varð orðinn fárveikur um kvöldið.

Sem kemur af því að ég var veikur tvö daga í vikunni og endaði með því að fara til læknis í dag og er víst meðal annars með eyrnabólgu og hef víst verið með í nokkurn tíma og ég kafaði með hana um daginn sem að útskýrir síðustu færslu að einhverju leyti.

Næst á dagskrá er jú hittingur hjá mér, olsu og gunnsu og máski fjör í kjölfar, tónleikar í laugardalnum og afmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið í dag.

Spes, þú ert með eyrnabólgu eins og litlu börnin.

Kristín Ásta 30.6.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

hæ hæ takk fyrir það,

En þú verður að afsaka en ég man ekki alveg hvenar þú áttir nú afmæli eini séns fyrir mig muna hvenar fólk á afmæli er þegar ég fæ remider á facebook.

En engu að síður, sjálf til hamyngju :D

Kristján S. Einarsson, 30.6.2008 kl. 15:37

3 identicon

Iss, en lélegt, það er rétt hjá þínu afmæli. Þú ert sem sagt ekkert að skoða bloggið mitt. Ég er með niðurtalningu þar. :)

Kristín Ásta 1.7.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Já viðurkenni hér með léleg heit mín, en mun bæta úr þeim :)

En kristin til hamingju með afmælið eftir 5 tíma samkvæmt teljara rétt áðan.

Kristján S. Einarsson, 1.7.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband