Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2007 | 22:42
Jólahvað
Á síðasta föstudag tókum ég og Fúsi frændi forskot á sæluna og ákváðum að fá okkur í litlu tánna og þræddum skemmtanalíf borgarinnar, þetta var nú reyndar í fyrsta sinn sem við höfum farið saman niður í bæ. Það var rakinn snilld. Reyndar var nú snilldin mismikil þar sem að við fórum inná apótekið, ég var nú ekki alveg að fatta þann stað, var hálf fyndið ég sá ekki kvenmenn þarna inni, aldrei lent í þessu áður en það var svo sérstakt að sjá dúddana þarna inni. Barinn var fullur af dúddum í sparifötum og litu svo þunglyndislega út og hálf lágu á barnum og litu út fyrir að vilja stytta sér aldur. En það var stoppað stutt við þar sem að tónlistinn var einnig frekar fúl og við vorum ekki að fíla okkur þarna inni. En alltaf enduðum við inná HRESSÓ en hittum við skemmtilega hluta kvennaþjóðarinnar þar inni. Kvöldið reyndar endaði á .................. glaumbar úfff, ég lét mig nú hverfa fljótlega eftir að við komum þangað enda var kominn tími á mig.
Laugardagurinn var nú bara eitt mesta þynnku helvíti sem sögur fara af, ég var allavega skelþunnur, það skemmdi nú samt ekki fyrir jólainnkaupum, fór með Eika í bæinn að versla gjafirnar og er nú mest allt komið, við fórum kaffi hljómalind, og mun ég reyna að venja komur mínar þangað í framtíðinni þar sem aphex var í græjunum :D
Um kvöldið var nú komið að jólahlaðborði lánstrausts, ég man ekki eftir hvenær það var síðast svona gaman, örugglega stutt síðan en samt gaman ég mætti tildurlega snemma og var sem áður sagt svo þunnur, en þetta hafðist nú allt. Lukkulega sat ég með liðinu sem vildi ekki stöðva gleðina snemma og fórum við á B5, hópurinn sem ég var með innihélt nú hvern snillinginn á fætur örðum, það var alveg fáanlega gaman. Það var meðal annars boðið uppá á hópefli sem gekk út á að henda einhverjum fúlum hollendingum í burtu af einhverju borði, mér fannst það nú jafn fyndið og það það var pínlegt vill reyndar taka það fram að ég tók ekki þátt í því! svo fórum við í reiðikasts myndatökur, mig hlakkar til að sjá árangurinn af því.
Þarna inni var hent í mig hvern ölinn af fætur öðrum enda fauk þykkan um eitt leytið, mun skemmtilegri staður en apótekið þar sem fólkið virtist var að skemmta sér en ekki í sjálfmorðshugleiðingum :Þ
Eftir þó nokkurn tíma þarna inni var fólk komið með nóg af tónlistinni og hópurinn fór að splittast og ég var dreginn inná Ólíver, þar var slæmt karma, minnti helst á síldartunnu, en ég beilaði þaðan, reyndar til að hitta Fúsa frænda sem var ekki lengi að finna sér dömu og hvarf..... þannig að þaðan hitti ég eysa, fimba og co, endaði sumsé allt á kofa tómasar frænda og fór ég heim með heitan hlölla.
En sumsé snilldar helgi og nú er bara að bíða eftir jólunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 01:35
Super Mario Galaxy and more
Það er rétt, it is mine, hann liggur óopnaður á stofuborðinu, ég gæti tekið hann upp núna eða tekið nostalgíu tripp í fyrrámálið þegar ég vakna. Það breytir engu, því hann liggur þar, allur í sínu plasti, notalega tilfinningin flæðir um allan minn líkama, ekki það að það ég eigi ekkert líf en vitandi það að einhver einn sá besti platformer sé liggjandi enn óopnaður á stofuborðinu bara bíðandi eftir að ég rífi plasti og spili hann til endaloka, breytir engu, mun gera það í fyrramálið.
Ps.
Þakka öllum hjá lánstrausti og fjölmiðlavaktinni fyrir skemmtilegan dag/kvöld. ,..............
ps. fyrir aðra þá er mæting á boston annað kvöld
new edit:
í þessu má bæta við að samkvæmt gamerankings puntur com er Super Mario Galaxy HÆÐST dæmdi leikur ALLRA tíma og tekur þar af The Legent Of Zelda Ocarina of Time, sem er einn rosalegasti leikur allra tíma, átti reyndar aldrei von á að mario myndi nokkurn tíman taka titilinn af zelda, OOC var/er mangaður leikur og án þess að koma með spoiler þá upplifir maður tvo magnaða leiki sem hver mínúta er skemmtilegri en sú fyrri, þannig að morgundagurinn lofar góðu, nú er bara að tryggja gott kaffi í fyrramálið :)
en, það er enn Boston á morgun, nema að mario verði það góður að ég beili ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 11:07
Allt nýtt
Jæja, þá er kominn tími á að segja frá nýju vinnunni. Hún virkar vel á mig við fyrstu sýn en of snemmt til að dæma enn , allir rosa hressir þarna og vinan fín og gott kaffi. Á miðvikudaginn var fórum við deildin ásamt fjármálastjóranum á Tapas bar til að fanga the new guy -> it be me. Það þarf ekki að taka það fram en það var náttúrlega mikið fjör og furðulegur matur. En ég kann vel við deildina og fólkið í kringum hana.
En á öðrum nótum, keypti ég metroid corruption sem er líka svona skemmtilegur, einnig til að taka nostalgíu flipp þá fjárfesti ég einnig í super metroid sem er einn besti leikur allra tíma. Tónlistin í honum er svo flott, bara við það eina að sjá upphafsmyndina fær hárin til að rísa. Og nú er bara að bíða eftir Super Mario Galaxy, bíð einmitt mjög spenntur eftir honum.
Eitthvað hefur minkað í köfunum undanfarði sökum verkefna og veðurs, en ég og helgi fórum í gær næturköfun, það var nú áhugarvert, settum stein niður fyrir Mr. Héðinn San eitthvað sem hann ætlar að nota í kennslu, svo syntum við aðeins, og aldrei slíku vant vorum að skoða lífríkið í Kleifarvatni, eitthvað sem maður hélt að væri ekki til. Einnig var farið niður sogið um daginn sem var nú hraðara en menn þorðu að vona. Einnig var farið í silfru, nú fer ég a nálgast 70 kafanir. Svo fer ég á deep diver námskeið og nitrox námskeið fljótlega, búinn að skrá mig og fá bækur.
Nú þarf maður að af-makkast og nú að vinna á IBM og vista, það er jú mun skárra en ég átti von á, en sem komið er en það er einn faktor við IBM sem ég er að fíla í klessu á meðan ég ligg hérna uppí rúmi, það er skjárinn, ahhh þvílíkur munur að geta sett hann langt aftur, eitthvað sem að makka menn geta ekki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 14:05
Síðasti dagur
Hjá Umferðarstofu.
Vill þakka öllum hjá umferðarstofu samstarfið, þetta er búið að vera góður tími og vonandi kem ég til með að hitta ykkur fyrr heldur en seinna.
En fyrir þá sem ekki vita fer ég til starfa hjá lánstraust, því miður mun ég ekki vera að vinna á makka þar, en reyni að gera best úr því :P.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2007 | 09:18
Áhugaverður playlist
Áhugaverður playlist sem að ég var að lesa um á netinu. Þetta eru sumsé tvær plötur með radiohead sem er jú eitt besta band allra tíma að mínu mati. En ég er svo feginn að eiga eftir konfektmolan in rainbows. enjoy
1. Airbag (OK Computer)
2. 15 Step (In Rainbows)
3. Paranoid Android (OK Computer)
4. Bodysnatchers (In Rainbows)
5. Subterranean Homesick Alien (OK Computer)
6. Nude (In Rainbows)
7. Exit Music (For A Film) (OK Computer)
8. Weird Fishes/Arpeggi (In Rainbows)
9. Let Down (OK Computer)
10. All I Need (In Rainbows)
11. Karma Police (OK Computer)
12. Fitter Happier (OK Computer)
13. Faust Arp (In Rainbows)
14. Electioneering (OK Computer)
15. Reckoner (In Rainbows)
16. Climbing Up The Walls (OK Computer)
17. House Of Cards (In Rainbows)
18. No Surprises (OK Computer)
19. Jigsaw Falling Into Place (In Rainbows)
20. Lucky (OK Computer)
21. Videotape (In Rainbows)
22. The Tourist (OK Computer)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2007 | 13:34
Alltaf í kafi nú orðið
Jæja langt síðan maður hefur pikkað. Meginástæður eru aðallega að ég hef verið í kafi í flestum frístundum og virðist ekkert lát á. Á þessum tíma er ég búinn að fara meðal annars í Strýturnar í Eyjafirði, Gullkistuvík á kjalanesi, Garðinn á Garðskaga, Einhverja brekkur ekki svo langt frá Straumsvík, Óttastaði, Hafravatn, Silfru, Þingvallarvatn og Hítarvatn.
Þetta er búið að vera æðislegt, en ætla að reyna að fara eitthvað í vikunni og reyna að fá betri ballance þar sem að ég er kominn með allar græjurnar mínar og ballance-inn hjá mér er í klessu.
En þess á milli er ég búinn að vera horfa á M*A*S*H og stefni að sjá Weird Science fljótlega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2007 | 23:11
Þingvallarvatn 3 júlí
Á síðasta þriðjudag er ég var enn í fríi, fórum ég og Helgi kafari að kafa í Davíðsgjá í Þingvallarvatni. Þessi köfun fær 10 af 10! mögulegum.
Eftir að vera í stríði við mýflugur á meðan við klæddum okkur í búningana þurftum við að synda dágóðan slatta á yfirborðinu. Sprungan/gjáin er á byrjar á 10m dýpi og nær niður á 30m. Ég reiknaði með mikilli innilokunarkennd þannig að ég sagði helga að ég færi sennilega ofan í sjálfa sprunguna, en allt kom fyrir ekki, ég fór niður á 17m og það var magnað. Sprungan eru tæpir 2 metrar á breidd þar sem hún er flottust og skyggnið var geggjað. Og einmitt þegar ég var á þessum 17 metrum vildi svo heppilega til að þegar maður horfir niður á botninn, virðist vera að það sé lækur þar. Þá fór ég nú að velta fyrir mér 'huhh hvað ef ég skildi nú detta' án gríns, ég varð mjög lofthræddur en fann ekki fyrir vott af innilokunarkennd. Þetta var alveg hreint magnað.
Á bakaleiðinni sá ég nokkra silunga og voru þeir ekki hið minnsta hræddir við mig, þá var ég 20-30 cm frá þeim. Við ákváðum svo að taka seinni köfunina nær landi á minna dýpi og freista þess að sjá fleirri fiska. Og það tókst svona líka vel :) Þarna voru stærðarinnar fiskar rétt við okkur og voru ekkert að kippa sér upp við að tveir mikið klæddir og hávaðasamir menn voru að glápa á þá.
Ég hafði mikinn grun um að það væri búið að leka vatn inná gallann þar sem ég var að krókna úr kulda þegar ég var kominn á 4-5m dýpi í seinni köfuninni, fékk það staðfest þegar ég fór úr gallanum og ég var rennandi blautur, en veðrið var svo frábært að mér var fljót að hlýna. Samtals vorum við 95 mínútur í kafi, sem okkur þótti fínt, enda hef ég sjaldan verið eins lúinn.
Mæli með Davíðsgjá, kanski ekki mesta lífríki í heimi í sjálfri gjánni en nóg um það í grynningunum á leiðinni þangað. Einnig er mikið spúnaúrval þarna á botninum. Þar sem engin myndavél var með í för verða þessar lýsingar að duga :)
En ferðasagan fær enn að bíða þar sem ég er ekki enn búinn að hafa tíma né nennt að skoða ferðamyndirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 10:30
Kominn heim
Þetta var nú meiri ferðin og vægast sagt skemmtileg, mun skrifa um hana í heild sinni ögn seinna þegar ég er búinn að skoða þessar 700 myndir sem ég tók.
En smá mental note:
- fönký vindsæng
- góða lífið í horsens
- hrottaleg ræða í útskrift
- hippa ball og jólaball á paddys - myndir segja öll orð
- bar 2
- restin af köben
- chp - gautaborg, lestarferð frá hell
- snillingurinn johann og hið ljúfa líf í gautaborg
sem áður sagt, meira um það seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 16:51
New York, Milano og Paris
Hvað er það nú, ætti heldur að vera Horsens, Kaupmannahöfn og Gautaborg. Allavega er ég á leið þangað og byrjar þessi svaka ferð mín og Helgu á morgun. Stefnan er að kaupa iPod og gera mest lítið annað en að borða og drekka góðan öl. Vonandi verður kafað í Gautaborg en það á enn eftir að koma í ljós.
En aðal tilefnið er útskriftin hennar helgu, sem verður á föstudaginn og um kvöldið verður hitt á gamla skólafélaga þar sem að skólinn hennar helgu er með einkapartý. Já lítur út fyrir að það verði nóg annað að gera en að kaupa ipod.
Plús, hitta Snorra, Hödda, Stínu, Gotta og Gizur svo eitthvað sé nefnt................ best að fara pakka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 19:37
myndband í minningunni
Ef ég man rétt þá var það í Skonnrokk endurfæddum sem ég sá þetta myndband fyrst tólf ára gamall, mér fannst það svo súrt og magnað en náði spáði ekki mikið meira í því. Samt rifjaðist það nú nokkuð oft upp fyrir mér og mig hefur alltaf langað til að sjá það aftur.
En flytjandinn er Tom Waits, snillingur mikill og lagið I Don't Want To Grow Up. Síðan þá hef ég oft heyrt lagið sem er á plötunni Bone Machine og alltaf langað til að sjá myndbandið aftur, í dag fattaði hmm youtube? Enjoy!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)