Færsluflokkur: Bloggar

Afmælið hans Helga

 

 

 

 

 

 

 

Gleði og gaman,

Ég vill þakka Helga Lax fyrir afmælið hans í gær, það var magnað :D

Ofan á alla vitleysu þá var mér hleypt inní leyndarmál Íslenska draumsins frá tveimur aðilum, verð að segja að mér lýst vel á hann. En kvöldið var fróðlegt, byrjað var á að snæða á Horninu, svo haldið heim til Helga og Beggu, þar fór fram falleg kvöldstund með ótrúlegu magni af öli og fallegu fólki, góð blanda, mæli með henni. Svo var haldið í bæinn, sökum óþolinnmæði hjá mér var haldið á dillon, langt síðan ég hef farið þangað var að sögn aðspurða rosa fjör, tókum Iron Maiden á þetta og læti svo, endaði svo á Gauknum.

En ég vaknaði meira veikur en áður og er ekki að nenna því og hef stofnað grúppuna Hópur gegn kvefi á facebook.

ps. Myndir frá afmælinu. 


Það finnast líka fyndnir draumar.

Um daginn röflaði ég um martraðir en mig dreymir oftar en ekki einhverja steypu, eins og loftbelgjarferð með Eika og Helga, þar sem ég og helgi vorum að fara að kafa á stað sem eina leiðin til að komast með góðu móti var að fara á loftbelg, þar vorum við að kafa með stjörnuljós og enduðum á neðrasjáfar bar. Var náttúrulega hryllilega mikil steypa en gaman engu að síður.

En fyndnast var þegar ég vaknaði hlæjandi, ég eimdist um af hlátri. Þá var mig að dreyma að ég væri í Bjólfskviðu crew-inu (kvöldinu áður sá ég þátt um tökur Bjólfskviðu). Nema að við vorum öll í fríi og ákváðum að fara uppá hæsta tind sem við gátum fundið til að koma einum gaur uppí himininnhvolfið og það var brjálað veður. Við gerðum það með því að draga hann upp á krossi, honum fannst þetta rosa gaman. Eftir slagviðrið á fjallinu var haldið til búða þar sem var slegið til veislu þar sem allir voru kampa kátir. Undir miðja veislu hitti ég upp úr þurru hana Gunnsu mín, the one and only og við görguðum af gleði eins og saddir úlfar.

Þegar þá var komið fannst mér sko tími til að það yrði nú tekinn falleg mynd af okkur saman brosandi breytt, þannig að ég kallaði til ljósmyndara sem var meira en til í að hjálpa okkur, nema áður en hann náði að smella einni fallegri mynd af okkur þá kom einhver kunningi minn og vildi endilega vera með, ok no probl. en þá kom einhver annar sem vildi vera með og önnur og annar ogsfr. Allt í einu var þessi litla sæta mynd af okkur Gunnsu orðinn af svaka projecti hjá ljósmyndaranum, við erum að tala um 200 manns sem voru við hlið okkar og fyrir aftan. Þá datt mér fyndnasta í heimi í hug, að ljósmyndarinn myndi bara taka mynd af okkur Gunnsu, mér fannst þetta ógeðslega mikill húmor, þannig að ég fór að hafa mig allan fram í að gefa honum merki, einhvern veginn að blikka öðru auga mjög svo ó-lúmskur. Svo tók hann eftir þessu smelti sumsé bara mynd af mér og Gunnsu, jej, og ég gat í draumnum ekki hætt að hlægja og var alveg að missa mig. Þá vaknaði ég grenjandi úr hlátri.

Svo dreymdi mig Finn Trausta um daginn að renna sér niður vatnsrennibraut sem hafði ekkert vatn, og hann var emjandi úr hlátri og ég og þá vaknaði ég skelli hlægjandi. 

Fyrir utan steiktar draumfarir hef ég verið mest upptekinn, fór í æðislega köfun í -16 á þingvöllum um daginn, gerði svo tilraun til að fara kafa aftur en sökum veðurs var það ekki hægt, borðaði 7 feitar rjómabollur með súkkulaði degi fyrir bolludaginn, tók réttindi í Ísköfun, djamma, búinn að ná jafnvægi á snjóbretti og svo fullt af hlutum sem ég kýs að taka ekki fram :P eða man ekki. Þannig að þetta ár er en sem komið er búið að fínt ef ekki bara frábært, jú og undanfarið búin að hitta Gunnsu og Ólöfu frekar mikið.


Núðlur fyrir þrjá.

Fékk eika og finn í mat um daginn, ekki minnstu menn í heimi þannig að ég eldaði þessa uppskrift:

1 Kg Nautahakk.

3 pakkar af Blue Dragon núðlum.

Mala slatta af chili (nema að habanero chili finnist).

Sjóða núðlur í miklu vatni (þannig að það verði eitthvað soð) með einhverju kjötkrafti chili og öllu öðru sem manni dettur í hug.

Steikja hakkið og krydda eftir hentileika, ekki gleyma chili.

Leggja á borð og segja töfraorðin. Ég var reyndar frekar þreyttur og nennti ekki að hafa mikið fyrir matnum, en þó ég segi sjálfur frá þá var þetta alveg ætt og var ekki einn matarbiti eftir.  Því miður náðist ekki mynd af ósköpunum.


Martröð,

Eru mjög of skemmtilegar. Sem barn dreymdi mig oft að ég væri að falla í hyldýpi þangað til að ég hrökk upp. Svo frá 17-20 ára dreymdi mig mjög oft að ég væri í einhverskonar stríði og var alltaf skotinn í annað hnéð, og upplifði það gjörsamlega, fannst ég þurfa að berjast fyrir hverju skrefi og vaknaði oft uppgefinn. Á sínum tíma lét ég ráða þessa drauma með hnéð, útkomman var að einhver myndi svíkja mig. Persónulega held ég að draumar hafi meira að gera með núverandi ástand heldur en framtíðina.

Sem kemur að einhverri svakalegustu marhröð sem mig hefur dreymt, og hefur sennilega verið í kringum 2001/2002, og hafa þær jú verið nokkrar í gegnum tíðina. Mig sumsé dreymdi að ég væri gestur á einhverjar tilraunarstofu, allt í bakgrunn var mjög dimmt, nema skurðstofu þar sem skurðborðið og skrifborðið voru lýst. Á skurðarborðinu var lítill drengur, allur meira og minna skorinn á kviðnum og mjög kvalinn, og allt í blóði, ljósin á dregnum, gólfinu og skrifborðinu voru mjög björt og ljósið endurkastaðist af blóðinu sem var útum allt. Þar inni var einhver læknir sem virtist mjög klikkaður og var að reyna lækna drenginn með því að láta lirfur og önnur skordýr skríða inní hann og láta þau í raun lækna hann. Virtist var meiri þjáning en nokkuð annað, en engu að síður virtist læknirinn hafa mikla trú á þessu.

Lengi vel var ég að velta fyrir mér umhverfinu og lækninum og hvað hann var að gera, en eitt var greinilegt að fleiri en þessi litli drengur höfðu verið þarna, miðað við allt blóðið sem var þarna, svo horfði ég á strákinn, þá rann fyrir mér ljós að strákurinn var ég, nema bara ég var sjö ára, þá fór ég að upplifa hann, þa. ég horfði á kvið minn allan sundur skorinn með lirfur og pöddur skríðandi inní mér og utan að reyna að lækna mig, þær voru að éta eitthvað vont úr mér og laga skurðina.

Þrátt fyrir að allt virtist í botn komið, leið mér ekki eins og ég væri að deyja, heldur virtist þetta allt vera að virka, en var ekki bein hefðbundið, þetta gekk í smá tíma, einnig sá ég þá lækninn vera setja fleiri dýr á mig og einnig sá gestinn sem var einnig ég. Næst var ég aftur farinn að upplifa eldri mig, og horfði á strákinn líða betur. Þegar ég vaknaði virtist þetta mjög raunvörulegt. Þetta var síðasta marhröð sem ég man eftir sem var svona 'brútal' og úr nægu að taka, þar sem að flest að mínum marhröðum í gegnum tíðina eru mjög raunvöruleg þegar ég vakna.

Þegar ég vaknaði eftir þessa ákveðnu martröð, sem var mjög raunvöruleg á þeim tíma var ég rólegri en venjulega þegar ég vaknaði, leið reyndar mjög vel, það var fallegur vetrar morgun úti, snjór, logn og sól, mjög líkt og akkúrat núna, einn af þessum laugardögum sem maður fer niður í bæ og fær sér kaffi og hittir bara fólk sem er á sömu bylgjulengd.

Ef einhver sérfræðingurinn hefur skoðun á þessu má sá hin sami endilega deila visku sinni, á meðan ætla ég að sofa bókstaflega í næsta garð við kirkjugarðinn við Hólatorg.

Eitt af mínum uppáhalds myndböndum minnir mig ávalt á þetta marhröð, best að deila því með fjöldanum, var einmitt að horfa það áðan:

 


Akureyri -Dagbók.

Skyndiákvörðun var tekinn um för til Akureyrar. Þessi för var á vegum loforðs um öl og fáklæddar hjúkkur. Sumsé ég og Ólöf ákváðum að heimsækja Gunnhildi sé í lagi vegna hagstæðs flugverðs og hún var með íbúð í láni.

Lagt var í för eldsnemma á föstudaginn og tókum við daginn snemma, skoðuðum allan bæinn, drukkum mikið kaffi, átum, grétum og hlógum. Svo fórum við í íbúðina og lögðum okkur. Á meðan þær sváfu heimsótti ég Einsa Kalda og Evu, við sátum og spjölluðum, drukkum öl og hökkuðum í okkur hnetur, mjög gaman að hitta þau og börnin þeirra.  Lukkulega bjuggu þau mjög nálagt Gunnsu þannig að ég komst í mat þar á réttum tíma, en hún eldaði gott handa okkur, svo var hjúkku hóf eftir matinn. Skal viðurkenna að þegar allar/flestar umræður fjölluðu um hin og þennan leikara datt ég gjörsamlega út.  En lukkulega komumst við einhvern veginn í miðbæinn og var þá kátt á hjalla. fórum á stað sem heitir kaffi amour eða álíka, sem eru prýðis húsakyni. Þar hitti ég bamba sem ég hef ekki hitt í fjölda ára, mikið gaman, einnig var ljótudanskeppni sem ég var ekki að nenna taka þátt í, kvöldið endaði svo á Kaffi Akureyri sem má segja að sé Glaumbar norðursins, ég var sumsé ekki alveg inní stemmningunni þar, enda var kominn tími til að fara heim og sofa held að ég hafi verið þarna inni í 15 mín eða álíka. Á leiðinni stoppuðum við Ólöf á Tick Tak og fengum okkur pízzu, sem var alveg hreint ágæt. Á þessum tíma hitti ég einnig fullt af mjög skemmtilegum vinum hennar Gunnsu og þakka þeim fyrir skemmtilegheit.

Á laugardeginum vaknaði ég svona líka hress kl 0900, reyndar var farið seinna á fætur, alveg yndislegt veður hjá okkur -10°C, logn, snjór yfir öllu og sól, á ekki til lýsingarorð hve fallegt það var. Við komust loksins út úr húsi um tvö leytið og fórum í sund, þar sem við hittum bamba enn og aftur, chiluðum í pottinum frekar lengi og fórum svo á Kaffi Karólínu. Ólöf og Gunnsa beiluðu þaðan um 16 leytið á meðan ég hékk þar með bamba og Sigrúnu, alveg frábært að taka daginn svona rólega, þar sem var vona á rosa partí um kvöldið. Partíið var haldið á heimavistinni hennar Gunnsu, ég skemmti mér konunglega þar en ég var nú samt í rólegri kantinum þar sem ég var en að berjast við eftirköst frá deginum áður, hitti en fleiri vini Gunnsu og skemmti mér vel, ps. skila kveðju. Samt fyndið að þegar maður hittir svona mikið af fólki sem er á skólabekk þá langar manni nú að setjast aftur á bekkinn. Eftir partíið var svo farið aftur á Kaffi Amour, ég stoppaði nú bara stutt við í þetta skiptið þar sem að ég var nú kominn með nóg af því að djamma, þannig að ég rölti við á hlölla og rölti heim í -11°C, hakkandi í mig bátinn. Þegar heim var komið setti ég A View To A Kill í tækið og fór að sofa, hrökk svo upp um nóttina og sá víst draug sem að ég hélt að væri Gunnsa, en draugsi vildi ekki svara mér.

Í hnotskurn var þetta bara prýðis ferð og þakka kærlega fyrir mig, væri til í að fara aftur með skíði með mér...........

 

 

En þó að myndin og lagði hafi elst vel þá er ekki hægt að segja það sama um vídeóið:


Krissa Tale 2007

Mikið hefur breyst í mínu lífi þetta árið og hefur árið einnig verið að mörgu leyti erfitt en engu að síður eitt skemmtilegasta í mínu lífi, á árinu hef ég kynnst/hitt mikið af æðislega góðu fólki. En byrjum á byrjuninni.

Árið byrjaði rólega eins og venjulega, var ekki mikið í gangi fyrstu tvo mánuðina, en ákvað að skrá mig á köfunar námskeið, kom nokkrum á óvart, það skil ég nú ekki þar sem ég hef oft talað um að ætla að gera þetta. Þetta var að sjálfsögðu ein af mínum betri ákvörðunum. Á árinu tók ég 70 skráðar kafanir og kynntist fullt af skemmtilegu fólki, ber helst að nefna Helga þar sem að við eigum allavega 50 kafnanir saman. Staðir sem ég hef farið á eru Grindarvík, Silfra, Staðinn Sem Við Nefnum Ekki, Davíðsgjá, Kofasmíði í Kleifarvatni í klikkuðu veðri, Hítarvatn, Hafravatn, Garðinum, Gufuskálavör, Sykurskipið, Sogið, Steingrímsstöð og eflaust fleiri staðir sem ég er búinn að gleyma og nenni ekki að leita að í log bókinni. Einnig hef ég farið í margar næturkafnanir á nokkrum stöðum, ég fíla að kafa í myrkrinu! Fór með Einari Magnúsi og Héðni kennara í frábæra nætur kvikmynda hella köfun í Silfru, það var frábært.

Einnig fór ég í hringferðina með Kafarinn.is, eða öllu heldur með Héðni kennara, þar var ég svona sidekick þar sem við vorum með skemmtilegan hóp af Svíum. Reyndar ber ferðin ekki nafn með réttu vegna við fóruþess að m aldrei lengra en Raufarhöfn. Í ferðinni köfuðum við í Silfru, bæði normal og hella leiðangur, Strýturnar í Eyjafirði, Gullkistuvík, Flekkuvík og Davíðsgjá. Það var líka stoppað á flestum túristastöðum á leiðinni, þetta var frábært í alla staði.

En ég hef ekki kafaði í nánast tvo mánuði, sem var allt með vilja gert og reyndar ekki búið að vera veður. En það verður breyting á, ég er að fara á þrjú sér námskeið sem verður vonandi gaman, og planið var að fara til Palau, en ég held að ég verið að kaupa mér íbúð fyrst, en einnig er búið að bjóða mér til Finnlands, Orsló og Gautaborgar til að taka þátt í ævintýrum þar.

Eitt brúðkaup þetta árið, sem var held ég skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef verið í, en heiðurinn að því eiga Kristín og Jói, ég vill endilega koma þökkum áleiðis, þetta var alveg frábært hjá ykkur. Man reyndar bara eftir einu öðru löglegu boði sem var stúdenta veisla hjá Maríu, það var nú súrt kvöld, ég Ólöf og Gunnsa búinn að tala mikið um þá helgi undanfarna daga. Ef ég er að gleyma einhverju öðru boði, endilega mótmælið.

En margir vita að ég bjó mikinn hluta af árinu einn, var þá mjög gestkvæmt hjá mér, kosningarvakan er mér mjög ofarlega í huga, var nú reyndar ekki fylgst mikið með henni, en þá eldaði ég chili burgera á línuna og var drukkinn mikill bjór með. Oft bauð ég fólki í læri eða lambaskanka eða fahítas á árinu og ég vona að allir kunna vel að njóta. Gestur ársins hlýtur að vera Eiki, en hann kom oft við í kaffi og annan hitting og hlýtur hann augnlauslega verðlaun sem mig grunar að verði matur.Ef einhver man einhverjar sögur frá þessum tíma má hann endilega kommenta. Ég vill þakka kærlega fyrir allt innlit á árinu.

Tölvuleikir þetta árið vorum margir hverjir góðir, en því miður virðist ég ekki nenna að spila leiki lengur, nema í mesta lagi 1-2 tíma í senn, þetta hefur reyndar verið að þróast svona undanfarinn ár, þó eru leikir eins og Super Mario Galaxy, WarioWare, F-Zero, S. Mario World búnir að skemmta mér vel, en vonbryði ársins hljóta að vera Bioshock, þrátt fyrir að hafa klárað hann þá veitti hann mér mjög takmarkaða gleði og hér með er það augnlýst að x-box 360 er til sölu með nokkrum leikjum og 2xGleðipinnum, er búinn að komast að því að Wii er meira en nóg fyrir þetta nörd. Óvænti leikur ársins hlýtur að vera Portal, sem er 3D puzzle leikur með röddu sem að alltaf að ljúga af manni.

Eins og glöggir bloglesendur mínir hafa lesið að þá skipti ég um vinnu á árinu, fór frá umferðarstofu yfir til Lánstrausts, verð að segja að ég fíla mig mjög vel á hjá Lánstrausti. Ég vill þakka öllu fólki sem ég hef unnið með á báðum stöðunum fyrir frábært samstarf á árinu og vona að allir hafi haft frábær jól og eigi gleðilegt nýtt ár.

Sambands slit standa upp á árinu og vill ég ekki tala um það á þessum grundvelli, en þetta var ákvörðun ársins og mjög góð fyrir alla.

Á árinu hef ég kynnst sjálfum mér aftur, er orðinn aftur eins og ég á að mér að vera, held ég, þið dæmið, en það hefur verið haft orð á því, ég er búinn að hitta mikið af fólki á árinu, bæði gamla vini og kynnast nýjum vinum og hitta allskyns fólk. Sem færir mig að desember. Desember er búinn að vera yndislegur mánuður, ég ákvað í byrjun mánaðar að ég myndi reyna að dreifa gleði í hjörtu fólks sem mér þykir vænt um. Þetta byrjaði brösuglega, en fór allt að ganga vel eftir að vinur minn bjallaði í mig, honum vantaði knús. og bætist reyndar þriðji félaginn við og tími gat ekki verið betri þar sem að mig vantaði einnig knús, fórum út og fengum okkur einn öl og ákváðum að vera dapur í desember gengi ekki upp, á þessum tíma var ég farinn að eiga við svefnerfiðleika sem ég tæklaði strax. Eftir þetta er ég ekki búinn að gera neitt nema að upplifa mikla gleði og djamma reyndar svoldið mikið, en það er líka búið að vera rosa gaman.

Jólin standa uppúr sem einhver þau æðislegustu í heimi, þó að jólin séu iðulega frábær, þá voru þessi mjög sérstök, búinn að eyða síðustu dögum fyrir jól og jólunum með æðislegu fólki og vill hér með þakka þeim öllum fyrir frábæran tíma.

Þegar ég stend nú á þessum tímamótum velti því ég fyrir mér hvað er það sem ég myndi vilja á næsta ári, hver ættu mín markmið og draumar að vera, að sjálfsögðu er mikið sem manni langar í eða vill að það breytist, en maður á bara bíða og sjá hvað gerist og sjái maður tækifæri þá að grípa það strax.

Ég vill þakka öllum góðum og vondum fyrir árið og vona að allir eigi skemmtileg áramót. Tak og god aften. 


Gonzo mætt til rvk.

Gunnsa mætti í bæinn í gær með glæsibrag, að sjálfsögðu fögnuðum við Ólöf með henni via ÖL.  Einhvern veginn þegar við þrjú hittumst eftir langan tíma vill svo verða til að staðurinn sem er byrjað á er Prikið.  Stórfurðulegt þar sem ekkert af okkur fer þangað lengur, þó að á tímabili hefðum við þrjú geta verið með fasta búsetu þar. Þetta voru fagnaðar fundir miklir og mis skemmtilegar sögur rifjaðar upp, meðal annars hvernig ég á að hafa vakið Gunnsu  eftir eitthvað svaka jamm.

En kvöldið var ungt og við vildum meira líf, þannig að för okkar var heitið á Ölstofuna sem var kósí.  Steikt kvöld. Komst meðal annars af því að ég er með tvo lurkera á blogginu mínu sem þora ekki að kvitta, það má taka fram að hér má hver sem er tjá sig :)

Nú er bara að bíða eftir jólafríinu og hlaða batteríin.


The project

Jóla-projectið er komið í þvælu, ef má orða það svoleiðis, helgi tók smá brain storm með vinnufélaga sínum og þeir komu með mjög metnaðarfullt project sem mun taka næstu þrjú ár!

Við helgi svo miskunnarlega gleymdum að bjóða eika með okkur út að éta, sorry bleikur. En á stylenum fórum við yfir hvað væri mögulegt og hvernig við gætum gert hina og þessa dynamic hluti, og allt er þetta allt of spennandi, en um níu leytið var ég búinn á því og varð að beila á haffa, hugmyndaflóðið var það mikið, en við eigum enn eftir að hanna prótótýpu áður en það verður eitthvað úr einhverju ;) En alltaf enn ef þetta kemst af pappír þá verður það ótrúlegt:)

En fyrir þá sem hafa áhuga, var skemmtilegur þáttur af dilbert sem hét "The Project", kannski ætti ég að rifa hann upp áður en við byrjum á einhverju. Ps. ef eitthvað kemst lengra en á blað verður það allt postað hér.


Það má benda á

Að lánstraust er þarna einnig til húsa.  En það má taka fram að það var klikkað veður þarna um 11 leytið.
mbl.is Áfram annríki vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lag vikunar fyrir sirka tveim árum.

Fréttir: það er búið að loka litla ljóta andarunganum og breyta honum í stað sem spilar madonnu, æ æ fyrrum athvarf okkar er farið úr því að spila enga tónlist í madonnu.  Jæja breytir ekki en maður hefði viljað setjast þar með hópnum og rifjað upp góðar stundir, reyndar þegar ég hugsa út í það hef ég nánast ekki komið þar inn í haust.  Jæja þá óska ég nýjum eigendum til lukku með þetta allt.

Ég, Eiki og Helgi fórum á parís áðan ,,, þar sem var búið að loka andarunganum og vorum við allir hálf tuskulegir og ræddum stöðu jólanna þetta árið, það kom okkur á rétta hillu.  Niðurstaða kom í málið, við ættum að byrja á html/javascrip/css leiknum mínum, hugmynd sem kviknaði hjá mér fyrir rúmu ári síðan en.  Reynar var fyrsta hugmyndin að byggja virki.  Svo er jólakaffi hjá mér á aðfangadag, kæri lesandi þér er boðið,,,,, sennilega :)

En það rifjaðist upp fyrir mér er við Hanna vorum að verða endalega klikkuð á að skrifa BS. verkefnið okkar, gerðum við okkur að öllu jöfnu glaðan dag einu sinni til tvisvar í viku með liðinum lag vikunnar.  Reyndar síðasta sólahringinn spiluðum við oft lagið Ég á mér inniskó með Hermigerfill.  En í þegar við fórum á fundi í fjölskyldubílnum var þessi snilld oftar en ekki valinn lag vikunnar og allt blastað.  Já það var skilyrði að syngja með.

 



Enjoy.  ps. ef eiki og helgi eru einir af þessum heilu tíu manns sem villast hér inn daglega, þá skulið þið standa við gefinn loforð :P annars fara jóinn bara í tóma þvælu en það er svo sem allt ok.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband