Jólahvað

Á síðasta föstudag tókum ég og Fúsi frændi forskot á sæluna og ákváðum að fá okkur í litlu tánna og þræddum skemmtanalíf borgarinnar, þetta var nú reyndar í fyrsta sinn sem við höfum farið saman niður í bæ.  Það var rakinn snilld.  Reyndar var nú snilldin mismikil þar sem að við fórum inná apótekið, ég var nú ekki alveg að fatta þann stað, var hálf fyndið ég sá ekki kvenmenn þarna inni, aldrei lent í þessu áður en það var svo sérstakt að sjá dúddana þarna inni.  Barinn var fullur af dúddum í sparifötum og litu svo þunglyndislega út og hálf lágu á barnum og litu út fyrir að vilja stytta sér aldur.  En það var stoppað stutt við þar sem að tónlistinn var einnig frekar fúl og við vorum ekki að fíla okkur þarna inni.  En alltaf enduðum við inná HRESSÓ en hittum við skemmtilega hluta kvennaþjóðarinnar þar inni.  Kvöldið reyndar endaði á .................. glaumbar úfff, ég lét mig nú hverfa fljótlega eftir að við komum þangað enda var kominn tími á mig.

Laugardagurinn var nú bara eitt mesta þynnku helvíti sem sögur fara af, ég var allavega skelþunnur, það skemmdi nú samt ekki fyrir jólainnkaupum, fór með Eika í bæinn að versla gjafirnar og er nú mest allt komið, við fórum kaffi hljómalind, og mun ég reyna að venja komur mínar þangað í framtíðinni þar sem aphex var í græjunum :D

Um kvöldið var nú komið að jólahlaðborði lánstrausts, ég man ekki eftir hvenær það var síðast svona gaman, örugglega stutt síðan en samt gaman ég mætti tildurlega snemma og var sem áður sagt svo þunnur, en þetta hafðist nú allt.  Lukkulega sat ég með liðinu sem vildi ekki stöðva gleðina snemma og fórum við á B5, hópurinn sem ég var með innihélt nú hvern snillinginn á fætur örðum, það var alveg fáanlega gaman. Það var meðal annars boðið uppá á  hópefli sem gekk út á að henda einhverjum fúlum hollendingum í burtu af einhverju borði, mér fannst það nú jafn fyndið og það það var pínlegt vill reyndar taka það fram að ég tók ekki þátt í því! svo fórum við í reiðikasts myndatökur, mig hlakkar til að sjá árangurinn af því.

Þarna inni var hent í mig hvern ölinn af fætur öðrum enda fauk þykkan um eitt leytið, mun skemmtilegri staður en apótekið þar sem fólkið virtist var að skemmta sér en ekki í sjálfmorðshugleiðingum :Þ

Eftir þó nokkurn tíma þarna inni var fólk komið með nóg af tónlistinni og hópurinn fór að splittast og ég var dreginn inná Ólíver, þar var slæmt karma, minnti helst á síldartunnu, en ég beilaði þaðan, reyndar til að hitta Fúsa frænda sem var ekki lengi að finna sér dömu og hvarf..... þannig að þaðan hitti ég eysa, fimba og co, endaði sumsé allt á kofa tómasar frænda og fór ég heim með heitan hlölla. 

En sumsé snilldar helgi og nú er bara að bíða eftir jólunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband