13.12.2007 | 23:45
Lag vikunar fyrir sirka tveim árum.
Fréttir: það er búið að loka litla ljóta andarunganum og breyta honum í stað sem spilar madonnu, æ æ fyrrum athvarf okkar er farið úr því að spila enga tónlist í madonnu. Jæja breytir ekki en maður hefði viljað setjast þar með hópnum og rifjað upp góðar stundir, reyndar þegar ég hugsa út í það hef ég nánast ekki komið þar inn í haust. Jæja þá óska ég nýjum eigendum til lukku með þetta allt.
Ég, Eiki og Helgi fórum á parís áðan ,,, þar sem var búið að loka andarunganum og vorum við allir hálf tuskulegir og ræddum stöðu jólanna þetta árið, það kom okkur á rétta hillu. Niðurstaða kom í málið, við ættum að byrja á html/javascrip/css leiknum mínum, hugmynd sem kviknaði hjá mér fyrir rúmu ári síðan en. Reynar var fyrsta hugmyndin að byggja virki. Svo er jólakaffi hjá mér á aðfangadag, kæri lesandi þér er boðið,,,,, sennilega :)
En það rifjaðist upp fyrir mér er við Hanna vorum að verða endalega klikkuð á að skrifa BS. verkefnið okkar, gerðum við okkur að öllu jöfnu glaðan dag einu sinni til tvisvar í viku með liðinum lag vikunnar. Reyndar síðasta sólahringinn spiluðum við oft lagið Ég á mér inniskó með Hermigerfill. En í þegar við fórum á fundi í fjölskyldubílnum var þessi snilld oftar en ekki valinn lag vikunnar og allt blastað. Já það var skilyrði að syngja með.
Enjoy. ps. ef eiki og helgi eru einir af þessum heilu tíu manns sem villast hér inn daglega, þá skulið þið standa við gefinn loforð :P annars fara jóinn bara í tóma þvælu en það er svo sem allt ok.
Athugasemdir
Já það rifjast upp gamlir tímar :)
Lag vikunnar var náttúrulega alger snilld. Frábært þegar við vorum búin að hlusta á "Ég á mér inniskó" nokkuð oft sólarhringinn sem við kláruðum lokaverkefnið og þú endaðir á að henda inniskónum þínum þegar við vorum búin að skila, "áttir þér semsagt ekki lengur inniskó", hvort sem það var vegna ofspilunar á laginu eða ofnotkunar á inniskónum.
:)
Hanna 14.12.2007 kl. 10:13
Þú ert aldeilis orðinn aktivur í að skrifa.... ég fer nú bara að skammast mín . hehe...... Sá kvittið frá þér í athugasemdum hjá mér og ákvað að svara . Ég mun ekki koma til íslands á næstunni, er að fara til ástralíu í sumar, Kristjana systir er að fara gifta sig. Kem kanski árið 2009 ef ég hef efni á því hehe.... Þú verður nú bara að fara að skella þér hingað í heimsókn, ég er með stórann tvíbreiðann svefnsófa sem er gott að sofa í. Notaði hann sjálf sem rúm þegar ég var í minni íbúð. En annars segji ég bara GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 14.12.2007 kl. 18:14
Já ég sumsé henti inniskónum þar sem að það átti að vera mjög táknrænt, allavega var það í mínum augum.
Ég þakka boðið guðrún, aldrei að vita nema maður kíki við :D en já gleðileg jól, bið innilega að heilsa móður þinni og bróður nú og börnunum ef þau muna eitthvað eftir mér....
Kristján S. Einarsson, 14.12.2007 kl. 18:37
Shit hvað er langt síðan ég hef heyrt þetta lag en já ef loforðin falla þá er það bara eitt massíft fyllirí þar sem fáir eiga eftir að eiga afturkvæmt
bleikur 15.12.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.