Akureyri -Dagbók.

Skyndiákvörðun var tekinn um för til Akureyrar. Þessi för var á vegum loforðs um öl og fáklæddar hjúkkur. Sumsé ég og Ólöf ákváðum að heimsækja Gunnhildi sé í lagi vegna hagstæðs flugverðs og hún var með íbúð í láni.

Lagt var í för eldsnemma á föstudaginn og tókum við daginn snemma, skoðuðum allan bæinn, drukkum mikið kaffi, átum, grétum og hlógum. Svo fórum við í íbúðina og lögðum okkur. Á meðan þær sváfu heimsótti ég Einsa Kalda og Evu, við sátum og spjölluðum, drukkum öl og hökkuðum í okkur hnetur, mjög gaman að hitta þau og börnin þeirra.  Lukkulega bjuggu þau mjög nálagt Gunnsu þannig að ég komst í mat þar á réttum tíma, en hún eldaði gott handa okkur, svo var hjúkku hóf eftir matinn. Skal viðurkenna að þegar allar/flestar umræður fjölluðu um hin og þennan leikara datt ég gjörsamlega út.  En lukkulega komumst við einhvern veginn í miðbæinn og var þá kátt á hjalla. fórum á stað sem heitir kaffi amour eða álíka, sem eru prýðis húsakyni. Þar hitti ég bamba sem ég hef ekki hitt í fjölda ára, mikið gaman, einnig var ljótudanskeppni sem ég var ekki að nenna taka þátt í, kvöldið endaði svo á Kaffi Akureyri sem má segja að sé Glaumbar norðursins, ég var sumsé ekki alveg inní stemmningunni þar, enda var kominn tími til að fara heim og sofa held að ég hafi verið þarna inni í 15 mín eða álíka. Á leiðinni stoppuðum við Ólöf á Tick Tak og fengum okkur pízzu, sem var alveg hreint ágæt. Á þessum tíma hitti ég einnig fullt af mjög skemmtilegum vinum hennar Gunnsu og þakka þeim fyrir skemmtilegheit.

Á laugardeginum vaknaði ég svona líka hress kl 0900, reyndar var farið seinna á fætur, alveg yndislegt veður hjá okkur -10°C, logn, snjór yfir öllu og sól, á ekki til lýsingarorð hve fallegt það var. Við komust loksins út úr húsi um tvö leytið og fórum í sund, þar sem við hittum bamba enn og aftur, chiluðum í pottinum frekar lengi og fórum svo á Kaffi Karólínu. Ólöf og Gunnsa beiluðu þaðan um 16 leytið á meðan ég hékk þar með bamba og Sigrúnu, alveg frábært að taka daginn svona rólega, þar sem var vona á rosa partí um kvöldið. Partíið var haldið á heimavistinni hennar Gunnsu, ég skemmti mér konunglega þar en ég var nú samt í rólegri kantinum þar sem ég var en að berjast við eftirköst frá deginum áður, hitti en fleiri vini Gunnsu og skemmti mér vel, ps. skila kveðju. Samt fyndið að þegar maður hittir svona mikið af fólki sem er á skólabekk þá langar manni nú að setjast aftur á bekkinn. Eftir partíið var svo farið aftur á Kaffi Amour, ég stoppaði nú bara stutt við í þetta skiptið þar sem að ég var nú kominn með nóg af því að djamma, þannig að ég rölti við á hlölla og rölti heim í -11°C, hakkandi í mig bátinn. Þegar heim var komið setti ég A View To A Kill í tækið og fór að sofa, hrökk svo upp um nóttina og sá víst draug sem að ég hélt að væri Gunnsa, en draugsi vildi ekki svara mér.

Í hnotskurn var þetta bara prýðis ferð og þakka kærlega fyrir mig, væri til í að fara aftur með skíði með mér...........

 

 

En þó að myndin og lagði hafi elst vel þá er ekki hægt að segja það sama um vídeóið:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinarðu þetta er snilldar myndband, að hafa hannað svona nýtískulega kveikju í gömlu walkman of he '80 er bara snilld

bleikur 13.1.2008 kl. 23:55

2 identicon

Jám takk fyrir frábæra ferð. Þetta verður endurtekið sem fyrst

kv Ólöf

ólöf 14.1.2008 kl. 00:11

3 identicon

Takk fyrir æðislega helgi!! Þetta var rosa skemmtilegt og ég er sko meira en til í að endurtaka þetta sem fyrst og endilega taktu skíðin með! Ég er geim!!:)

Gunnsa 14.1.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband