Martröð,

Eru mjög of skemmtilegar. Sem barn dreymdi mig oft að ég væri að falla í hyldýpi þangað til að ég hrökk upp. Svo frá 17-20 ára dreymdi mig mjög oft að ég væri í einhverskonar stríði og var alltaf skotinn í annað hnéð, og upplifði það gjörsamlega, fannst ég þurfa að berjast fyrir hverju skrefi og vaknaði oft uppgefinn. Á sínum tíma lét ég ráða þessa drauma með hnéð, útkomman var að einhver myndi svíkja mig. Persónulega held ég að draumar hafi meira að gera með núverandi ástand heldur en framtíðina.

Sem kemur að einhverri svakalegustu marhröð sem mig hefur dreymt, og hefur sennilega verið í kringum 2001/2002, og hafa þær jú verið nokkrar í gegnum tíðina. Mig sumsé dreymdi að ég væri gestur á einhverjar tilraunarstofu, allt í bakgrunn var mjög dimmt, nema skurðstofu þar sem skurðborðið og skrifborðið voru lýst. Á skurðarborðinu var lítill drengur, allur meira og minna skorinn á kviðnum og mjög kvalinn, og allt í blóði, ljósin á dregnum, gólfinu og skrifborðinu voru mjög björt og ljósið endurkastaðist af blóðinu sem var útum allt. Þar inni var einhver læknir sem virtist mjög klikkaður og var að reyna lækna drenginn með því að láta lirfur og önnur skordýr skríða inní hann og láta þau í raun lækna hann. Virtist var meiri þjáning en nokkuð annað, en engu að síður virtist læknirinn hafa mikla trú á þessu.

Lengi vel var ég að velta fyrir mér umhverfinu og lækninum og hvað hann var að gera, en eitt var greinilegt að fleiri en þessi litli drengur höfðu verið þarna, miðað við allt blóðið sem var þarna, svo horfði ég á strákinn, þá rann fyrir mér ljós að strákurinn var ég, nema bara ég var sjö ára, þá fór ég að upplifa hann, þa. ég horfði á kvið minn allan sundur skorinn með lirfur og pöddur skríðandi inní mér og utan að reyna að lækna mig, þær voru að éta eitthvað vont úr mér og laga skurðina.

Þrátt fyrir að allt virtist í botn komið, leið mér ekki eins og ég væri að deyja, heldur virtist þetta allt vera að virka, en var ekki bein hefðbundið, þetta gekk í smá tíma, einnig sá ég þá lækninn vera setja fleiri dýr á mig og einnig sá gestinn sem var einnig ég. Næst var ég aftur farinn að upplifa eldri mig, og horfði á strákinn líða betur. Þegar ég vaknaði virtist þetta mjög raunvörulegt. Þetta var síðasta marhröð sem ég man eftir sem var svona 'brútal' og úr nægu að taka, þar sem að flest að mínum marhröðum í gegnum tíðina eru mjög raunvöruleg þegar ég vakna.

Þegar ég vaknaði eftir þessa ákveðnu martröð, sem var mjög raunvöruleg á þeim tíma var ég rólegri en venjulega þegar ég vaknaði, leið reyndar mjög vel, það var fallegur vetrar morgun úti, snjór, logn og sól, mjög líkt og akkúrat núna, einn af þessum laugardögum sem maður fer niður í bæ og fær sér kaffi og hittir bara fólk sem er á sömu bylgjulengd.

Ef einhver sérfræðingurinn hefur skoðun á þessu má sá hin sami endilega deila visku sinni, á meðan ætla ég að sofa bókstaflega í næsta garð við kirkjugarðinn við Hólatorg.

Eitt af mínum uppáhalds myndböndum minnir mig ávalt á þetta marhröð, best að deila því með fjöldanum, var einmitt að horfa það áðan:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dude, þetta er nokkuð heavy stuff og greinilega að enginn þorir að tjá sig um þetta. Nokkuð cool samt

Eiki 21.1.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Heheh, já en ég hef mjög gaman af marahröðum, þrátt fyrir dramatíkina var þetta mjög áhugavert.

Kristján S. Einarsson, 22.1.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband