Það finnast líka fyndnir draumar.

Um daginn röflaði ég um martraðir en mig dreymir oftar en ekki einhverja steypu, eins og loftbelgjarferð með Eika og Helga, þar sem ég og helgi vorum að fara að kafa á stað sem eina leiðin til að komast með góðu móti var að fara á loftbelg, þar vorum við að kafa með stjörnuljós og enduðum á neðrasjáfar bar. Var náttúrulega hryllilega mikil steypa en gaman engu að síður.

En fyndnast var þegar ég vaknaði hlæjandi, ég eimdist um af hlátri. Þá var mig að dreyma að ég væri í Bjólfskviðu crew-inu (kvöldinu áður sá ég þátt um tökur Bjólfskviðu). Nema að við vorum öll í fríi og ákváðum að fara uppá hæsta tind sem við gátum fundið til að koma einum gaur uppí himininnhvolfið og það var brjálað veður. Við gerðum það með því að draga hann upp á krossi, honum fannst þetta rosa gaman. Eftir slagviðrið á fjallinu var haldið til búða þar sem var slegið til veislu þar sem allir voru kampa kátir. Undir miðja veislu hitti ég upp úr þurru hana Gunnsu mín, the one and only og við görguðum af gleði eins og saddir úlfar.

Þegar þá var komið fannst mér sko tími til að það yrði nú tekinn falleg mynd af okkur saman brosandi breytt, þannig að ég kallaði til ljósmyndara sem var meira en til í að hjálpa okkur, nema áður en hann náði að smella einni fallegri mynd af okkur þá kom einhver kunningi minn og vildi endilega vera með, ok no probl. en þá kom einhver annar sem vildi vera með og önnur og annar ogsfr. Allt í einu var þessi litla sæta mynd af okkur Gunnsu orðinn af svaka projecti hjá ljósmyndaranum, við erum að tala um 200 manns sem voru við hlið okkar og fyrir aftan. Þá datt mér fyndnasta í heimi í hug, að ljósmyndarinn myndi bara taka mynd af okkur Gunnsu, mér fannst þetta ógeðslega mikill húmor, þannig að ég fór að hafa mig allan fram í að gefa honum merki, einhvern veginn að blikka öðru auga mjög svo ó-lúmskur. Svo tók hann eftir þessu smelti sumsé bara mynd af mér og Gunnsu, jej, og ég gat í draumnum ekki hætt að hlægja og var alveg að missa mig. Þá vaknaði ég grenjandi úr hlátri.

Svo dreymdi mig Finn Trausta um daginn að renna sér niður vatnsrennibraut sem hafði ekkert vatn, og hann var emjandi úr hlátri og ég og þá vaknaði ég skelli hlægjandi. 

Fyrir utan steiktar draumfarir hef ég verið mest upptekinn, fór í æðislega köfun í -16 á þingvöllum um daginn, gerði svo tilraun til að fara kafa aftur en sökum veðurs var það ekki hægt, borðaði 7 feitar rjómabollur með súkkulaði degi fyrir bolludaginn, tók réttindi í Ísköfun, djamma, búinn að ná jafnvægi á snjóbretti og svo fullt af hlutum sem ég kýs að taka ekki fram :P eða man ekki. Þannig að þetta ár er en sem komið er búið að fínt ef ekki bara frábært, jú og undanfarið búin að hitta Gunnsu og Ólöfu frekar mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steiktir draumar hjá þér. ;)

Kristín 15.2.2008 kl. 15:46

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Ohh já ég fíla það í klessu, fátt skemtilegara en steiktur draumur.

Kristján S. Einarsson, 15.2.2008 kl. 19:06

3 identicon

alltaf gaman í loftbelg, hey dude hvað með drauminn með grétar og rambo ef ég man rétt hann var helv. fyndinn

Eiki 15.2.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Vó, nú man ég ekki, endilega rifjaðu það upp fyrir mér ?

Kristján S. Einarsson, 16.2.2008 kl. 00:03

5 identicon

Ég man ekki alveg hvernig þetta var en þetta var þegar að við vorum í iðnskólanum og þetta var eitthvað um rambó og gréta í sjónvarpinu.

Eiki 18.2.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Ok, fúlt að ég er búinn að gleyma þessu :/ þetta hljómar eins og þetta væri skemmtilegt.

Kristján S. Einarsson, 18.2.2008 kl. 10:47

7 identicon

Ég man allavegana eftir að hafa pissað á mig úr hlátri þegar að þú sagðir frá honum.

Eiki 19.2.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband