Bjarnargjá

Á síðasta sunnudag fórum ég, Helgi kafari og Jói nudd að kafa í Bjarnargjá.  Þetta var mjög skemmtileg köfun þótt stutt hafi verið. Vitaskuld gleymdi ég að venju að tengja gallaslönguna mína og þurfti að redda því í kafi en ég er orðinn frekar vanur því :)

Svosem ekki beint frá miklu að segja nema mjög fallegt þarna niðri en það gruggast mjög snöggt þarna niðri og þarf maður að hafa gætur á. Þarna er til að mynda hellir sem við rétt kíktum inní, en fórum snöggt út þar sem að við vorum ekki með kaðal til að leiða okkur út, það skal ekki vera tekið léttilega að fara þarna kaðal laus. Helgi var með myndavél en ég á enn eftir að fá myndirnar frá honum vonandi fæ ég þær einhvern tíman og set þær inn.

Eftir köfunina bauð Jói okkur í Bláa Lónið þar sem við mölluðumst í tæpa tvo tíma. Ég hafði ekki komið þangað síðan nýja aðstaðan opnaði árið '99. Frábært að koma þangað, var einstaklega afslappandi. Vill ég þakka þeim tveimur fyrir góðan dag.

Fann þetta myndband:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband