11.8.2008 | 21:47
Í tilefni dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.7.2008 | 22:03
Afmæli
Vill einfaldlega þakka öllum þeim sem ómökuðu sig við að muna eftir afmælisdeginum mínu en ég á bara ekki til orð hve margir muna þetta án þess að ég hafi haldið nokkuð uppá herlegheitin formlega fyrir utan að borða sushi með halta frændur, sem var að vitaskuld yndislegt.
En vildi bara þakka öllum fyrir :D
sjáumst að ári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 22:30
Fyrsti apríl
Kom óvenju seint í ár, sem flestir vita að þá hata ég þennan dag meira en rigningu á hlið. En já sumsé Morgane minn yndislegi flatmate ákvað að pulla einn svaka fyndin á mig. Samtalið átti sér stað á msn.
"Hæ krissi, minn flotti íslenski sambúandi, hvernig hefurðu það?" tjahh jú bara fínt......tal tal tal...morgane....tal tal tal......óvenju mikið af tali fyrir morgane, við eigum sjaldnast hrókasamræður í gegnum veraldarvefinn.
Morgane: "hérna, sko ég er kominn með leikfélaga fyrir jojo(kisinn sem við búum með", nú já en gaman fannstu fallegt leikfang handa kallinum, "nei ohh ég er með þrjá yndislega kettlinga hérna hjá mér" já en gaman, "já eysi dýrkar þá", það kallaði á undrun mína, en hví ey gæti skeð, "já, hann er búinn að taka slatta af myndum af þeim", nú já en gaman, endilega sendu eina á mig, "ok............ æjj er eitthvað vesen á þessu minniskorti, tölvan vill ekki taka við því", og þú sýnir mér þær bara þegar þú kemur til baka. "Nei, þeir koma með", heheh auðvita, "já ég meina það er ekki leitað í handfarangri", þarna fór hjarta mitt að slá, var hún ey að grínast, hver í fjandanum tekur þrjá kettlinga með sér í handfarangur, fór mikið að hugsa um greyin, "já meina þetta eru bara þrír tímar, verðu nægilegt loft og ætti ekki að fara illa um þá", hahhaha já auðvitað lol, "hvað er svona fyndið.... smá fyrirlestur", ég er agndofa ég meina er ekki í lagi, morgane þú veist að það er slæmt að svona kemst upp, dýr þurfa sótkví og etc. "Nei, ég tek þá með".......
Í allt var þetta fáránlega langt samtal og hún náði gjörsamlega að sannfæra mig, ég var farinn að pæla, andskotinn, nú þarf ég að finna mér annan samastað en svo löngu eftir á sagði hún mér að hún væri jú að gantast í mér, en vá hvað mér brá. Mér til varnaðar var ég fárveikur í vinnunni og vissi varla mun á bláu né bleiku. Morgane kudos to you.
En í fréttum ýmist fór meðal annars á tónleika með bandinu Hraun þann 16 og auðvita var gaman eyddi 17 júní að mestu heima á svölunum með eika, en jú við kíktum niður í bæ á hraun í hálft lag og ákváðum að það væri of mikið af fólki þannig að við forðuðum okkur í þingholtin svo aftur heim á svalirnar. Fór svo veikur út á lífið með halta frænda á föstudaginn, reyndist mjög áhugavert, hitti meðal annars Þráinn, endaði með honum á ellefunni og þar hitti ég helga bróður hans harðar og við ákváðum að fara yfir á kofan þar sem að ég hitti warsha og vini hennar og þar á meðal einhvern dana sem ákvað að ýta mér er ég talaði við dömuna sem hann var eitthvað að reyna við, fram af þessu gékk þetta nú hjá honum en þetta setti víst eitthvað strik í kladdann hjá dömunni, en ég brosti við og hugsaði æjj greyið en þetta var mjög skemmtilegt kvöld. Vaknaði svona líka dúndur hress á eftir ótímabæra vekjara klukku sem við skulum kalla haltan frænda á laugadeginum þannig að það var svo haldið fagnaðarlega uppá hann eftir að haltur frændur vakti mig eftir of lítinn svefn, en það var mikið borðað af bakkelsi á svölunum hjá mér og drukknir lítrarnir af kaffi, mjög gaman, nema hafði sín eftirköst, ég varð orðinn fárveikur um kvöldið.
Sem kemur af því að ég var veikur tvö daga í vikunni og endaði með því að fara til læknis í dag og er víst meðal annars með eyrnabólgu og hef víst verið með í nokkurn tíma og ég kafaði með hana um daginn sem að útskýrir síðustu færslu að einhverju leyti.
Næst á dagskrá er jú hittingur hjá mér, olsu og gunnsu og máski fjör í kjölfar, tónleikar í laugardalnum og afmæli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2008 | 00:37
PANIK
Lenti í því miður skemmtilega atviki í kvöld að panika í Þingvallarvatni, við vorum sumsé að kafa á nýjum stað og allt leit frekar vel út þangað til að við komum niður á 14 metra, þá allt í einu var skyggni 0 metrar og við sáum ekki botninn á þessari brekku sem að við vissum að færi niður á allavega 40 metra. við stoppuðum einhverstaðar í kringum 18 metra og myndaðist mikið gruggský og minn maður fór í hringi og áttavitinn hring snérist þá líka og ég vissi ekki hvað var áfram og hvað var til baka, mikil ónota tilfinning, eftir að hafa fundið aftur buddy-inn minn ákvað ég að fara upp, sem reyndist vera hin mesta þraut. Engu að síður var gaman að fara kafa aftur en mér var á tímabili hætt að standa á sama, en við tókum svo köfun til baka á styttra dýpi.
Sem sagt gaman en ekki gaman að panika. Greinilegt að ég þarf að kafa meira!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2008 | 23:22
Til að fanga fyrir lengra komna
Hef ég ákveðið að halda uppá frasann minn fyrir lengra komna með því að horfa yfir farinn veg og spá aðeins í fyrsta blogginu mínu þar sem ég var að monta mig af einhverjum hamborga sem var rosalegur og rosalegur hann var, en ég var í góðu skapi í síðustu viku og ákvað að toppa hann aðeins enda ástæða til, hin nýja sælkerabúð sem ég man ekki hvað heitir en er staðsett við hliðina á quisnos eða hvað það heitir á laugarveg er að selja habanero chili sem er sennilega eitt að því betra sem til er á þessari jörð, mæli endregið að menn lesi þessa grein. En já ég er að týna sjálfum mér, í þessu skælandi góða skapi langaði mig mikið í alvöru borgara með beikon og eggi, ekkert grænmeti þar sem allt sem var til í krónunni rann út næsta dag. En ég hafði hins vegar með mér eðal beikon, stór brún egg og 450 gr. nautahakk 10-12% (8-10% er betra).
Talandi um að finna gott nautahakk þá getur það verið vandamál á íslandi, best er að finna það í nóatúni eða krónunni annarstaðar er það drasl sem verður að vatni á pönnunni, muna að vanda valið þar sem þetta á að vera höfðingja matur sem aðeins konungsborið fólk á að fá að njóta.
Svo var jú heim komið og vatnið var farið að leka úr munninum mínum og ég nötraði úr hungri, ég byrjaði á því að saxa niður 2 vel valda habanero og er ég skar þann fyrsta ólgaði yndisleg lykt sem er varla hægt að lýsa með nokkru móti og þú góður lesandi ef þú hefur einhvern tíman skorið þennan chili þá veistu nákvæmlega hvað ég er að tala um, þegar þarna var komið var ég farinn að slefa á borðið. En best er að vanda til verksins og tók ég minn tíma í það.
Smá leiðbeiningar við meðhöndlun habanero:
- notist við latex hanska
- um leið og safinn/olía úr ávöxnum er kominn á hanskana skal ekki koma við neitt annað en hráefnið
- ekki klóra í augu
- ekki koma við sár
- ekki koma við húð sé hún ný rökuð
- ekki klóra sér í nefi
- besta falli má sleikja hanskann til að fá forsmekk
- sé fólk svo heppið að eiga töfrasprota sá skal ekki anda beint úr boxinu þegar lokið er tekið af þó svo að lyktin sé yndisleg. Prófið bara
Ástæðan fyrir þessu er einföld, hreinn sársauki í vondri mynd, ég hef brennt mig á nokkrum atriðum, séu menn hanska lausir þá fer olían undir neglurnar og er þar í nokkra daga og það svíður þá í nokkra daga.
En eftir að þessu misskemmtilega verki var lokið var kominn tími til að hnoða, ég skipti hakkinu og niðurskorna chiliinu í tvennt fyrir sitt hvorn borgara og maukaði saman í höndunum og vill taka skýrt fram að ég var enn í hönskum þar sem að ég var enn að koma chili. Eftir að ég var búinn að mynda tvo gullfallega borgara var kominn tími fyrir auka krydd, þetta er náttúrulega frjálst val, en þar sem þetta er frjálst val vildi ég hafa hann frekar mellow, þa. vildi láta habanero bragðið fá að ráða þannig að krydd val mitt var fremur einfalt í þetta skiptið og var smá sjávarsalt og ögn af þurrkuðu oregano, var frekar fúll yfir að hafa ekki keypt ferskt oregano en suma daga er maður gleyminn þegar maður er í góðu skapi og er að pæla í raun í einhverju allt öðru eins og td. yenga.
Næst á dagskrá var að elda allt heila klabbið, panna var fyrir valinu, sér í lagi þar sem að ég á ekki grill, en má þess geta að þessi borgari á grilli er eins og flís á rassi, óþægnilegur en á sinn lostafulla hátt einstaklega góður. En já fyrst steikti ég sex sneiðar að mjög góðu beikoni þannig að það varð stökkt, en það er að vitaskuld smekksatriði. Eftir að hafa þurrkað af pönnunni eftir beikon slysið var kominn tími á eggið, enn og aftur er það smekksatriði en þegar svona sterkur borgar er annarsvegar mæli ég eindregið með að taka ekki áhættu með að snúa egginu heldur að hafa það þannig að rauðan geti með öruggu móti sprungið, einnig bragðast það betur, þannig að hafa það léttsteikt. Nú þá er bara borgarinn eftir og við erum enn og aftur kominn að smekksatriði ég vill hafa þá miðlungs kláraða þannig að það sé smá rautt í miðjunni án þess að vera gjörsamlega hrátt. Er ég horfði á þessa fallegu borgara steikjast á pönnunni vissi ég þá þegar að um vel heppnaðan gjörning var um að ræða.
Drykkjar val er einfall þegar rautt heitt chili er annars vegar sumsé öl, með svona máltíð er aðeins hægt að mæla með Stella Artois í gleri eða 750 ml. Heineken í gleri sé hallæri þá víking pilsner. Ég valdi Stella.
Ég get ekki sagt annað en þessi máltíð framleiddi tár í augun mín, hún var eins fullkominn og hægt var, ég var í öngum mínum þegar allt var á diskinn komið og varð að grípa tækifæri og ljósmynda þá og þegar, ekki var þetta fallegasta né besta ljósmyndun að mat fyrr né síðar en þessi mynd talar sinni tungu.
Bloggar | Breytt 6.6.2008 kl. 08:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.5.2008 | 09:33
Varð að tala um frétt
Þetta er frábært, vill bara vekja athygli á þessu og hvetja sem flesta sem ég þekki að mæta, verður klárlega gaman.
Tindersticks til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2008 | 00:59
Merkilegt
Er að horfa á How I met your mother þátt 5 af fyrstu seríu. <spoiler>Þátturinn byggist upp á leiðinlegu partíi og klúbba atriði, verð að segja þvílíkur snilldar þáttur, segir allt um sorgleg hóf og allt um klúbba og ágæti þeirra sem mér þykir miður</spoiler>
Reyndar minnti klúbba atriðið mig mikið á klúbba í Stokkhólm sem mér þótti miður skemmtilegri...... ef þið hafið tækifæri horfið á þennan þátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 22:07
Takk fyrir mig elo
Fór í afmæli hjá elo nú á laugardaginn, þetta var svaka gaman, hitti þarna nokkra forritara sem hver öðrum stoltari af hinni og þessari lausn sinni og urðu stoltari með hverjum drykk. Einnig hitti ég mjög æstan fisksala sem sagði mér frá hinum og þessum erótísku fiskitegundum sem ég yrði að smakka við hið fyrsta tækifæri og reyndar hlakkar mig til að smakka hjá honum túnfisk við tækifæri. En eftir að hafa skutlað magga heim var ferðinni haldið í miðbæinn að skutla helga kafara heim, það var vægast sagt eftirminnileg ferð.
En Ljósmyndartækifæri gafst nú af mér magga og elo því miður var fókusinn ekki betri en á manninum sem hélt á vélinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 23:04
Bjarnargjá
Á síðasta sunnudag fórum ég, Helgi kafari og Jói nudd að kafa í Bjarnargjá. Þetta var mjög skemmtileg köfun þótt stutt hafi verið. Vitaskuld gleymdi ég að venju að tengja gallaslönguna mína og þurfti að redda því í kafi en ég er orðinn frekar vanur því :)
Svosem ekki beint frá miklu að segja nema mjög fallegt þarna niðri en það gruggast mjög snöggt þarna niðri og þarf maður að hafa gætur á. Þarna er til að mynda hellir sem við rétt kíktum inní, en fórum snöggt út þar sem að við vorum ekki með kaðal til að leiða okkur út, það skal ekki vera tekið léttilega að fara þarna kaðal laus. Helgi var með myndavél en ég á enn eftir að fá myndirnar frá honum vonandi fæ ég þær einhvern tíman og set þær inn.
Eftir köfunina bauð Jói okkur í Bláa Lónið þar sem við mölluðumst í tæpa tvo tíma. Ég hafði ekki komið þangað síðan nýja aðstaðan opnaði árið '99. Frábært að koma þangað, var einstaklega afslappandi. Vill ég þakka þeim tveimur fyrir góðan dag.
Fann þetta myndband:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 23:14
Takk Helgi Lax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)