Kominn frá Svíþjóð

Eins og glöggir facebook vinir hafa tekið eftir þá fór ég til Svíþjóðar á árshátíð.  Þetta var nú meiri ferðin, við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgni og vorum kominn á hótelið sem var í miðju Stokkhólms kl 14. Var farið út af borða um kvöldið (30 manna hópur), og tókst mjög vel til, ég allavega skemmti mér konunglega, svo fór ég nú bara frekar snemma í koju.  Daginn eftir labbaði ég með hilla aðeins um borgina verslaði smá, en um kvöldið var árhátíðin sem tókst frekar vel, en til að gera langa sögu stutta með Stokkhólm þá fengum við að öllu jöfnu fremur slaka þjónustu, það er dýrt í Svíþjóð þannig að maður er ekki beint að spara þarna og dyraverðir á klúbbum voru mjög ókurteisir menn sem ég hef nokkurn tíman hitt, þeir fullyrtu að einn strákur og ein stelpa í hópnum okkar væru á eiturlyfjum og hentu þeim því út af klúbbnum sem við vorum á!

En já svo er það, en það var mjög fallegt þarna og í heildina litið ágæt, myndi alls ekki mæla með þessari borg sem verslunar stað né djamm stað. 

Jæja, best að fara spila smá wii 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...það er ekki flóknara en það !

ólöf 15.4.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Kristján S. Einarsson

Var reyndar milli svefns og vöku þegar þetta var skrifað

Kristján S. Einarsson, 15.4.2008 kl. 11:42

3 identicon

Ja hérna, hljómar ekki spennandi borg.
Þér er alveg óhætt að koma og sjá þann stutta einhvern tímann. Hann var líka að eignast heimasíðu um helgina, reyndar lítið á henni enn þá. Fleiri myndir í myndagalleríinu hans Jóa líka.

Kristín Ásta 15.4.2008 kl. 20:07

4 identicon

Jahá, ég segi nú bara að veitingastaðir mættu passa sig ef þú værir matargagnrýnandi, eða hvað það heitir. Eftir svona umsagnir yrðu þeir að loka. Kanski spurning um að loka Svíþjóð?

Tiddi 16.4.2008 kl. 07:37

5 Smámynd: Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir

Svíþjóðarferð.... ef þér fannst svíþjóð dýr þá er noregur dýrari, norðmenn fara til svíþjóðar að versla og svíar fara til danmerkur að versla í matinn. Get nú ekki sagt að ég fari mikið á bæinn í osló en svo þekki ég líka ódýrari staðina í osló og fer á þá . En eins og þú veist hefur formið ekki verið nógu gott fyrir skemmtanalíf en það verður bætt upp þegar formið er orðið betra. hehe.....

Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 13:44

6 Smámynd: Kristján S. Einarsson

er alveg til í að kíkja við tækifæri kristín :) ps. fórstu á reunionið ?

Tiddi í sameiningu getum við loksins lokað svíðþjóð, þetta er búið að vera draumur margra þjóðra í langan tíma, það eru allir komnir með nóg af IKEA, H&M, etc. ...... Þjóðir sameinist ;)

Svo fæ ég á facebook The international hug a swede day
Jæja já :/ 

Mér líst ekkert á það ef það sé dýrara í norge, það kanski lagast þegar við erum búinn að loka svíþjóð.... 

Kristján S. Einarsson, 17.4.2008 kl. 21:10

7 identicon

Nei, mig langaði soldið að fara en ég hætti við því ég sá ekki fram á að geta hvort sem er verið allt kvöldið út af þeim litla. Tímdi ekki að borga 5000 kr fyrirfram og geta svo kannski bara stoppað í hálftíma. En mig dauðlangar að vita hvernig var. Hef ekki hitt eða talað við neinn sem fór samt. Hefur þú frétt eitthvað?

Talaðu bara við mig einhvern tímann þegar þig langar að kíkja til okkar.  

Kristín 17.4.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband